Sarpur fyrir 2. ágúst, 2008

Parísardömu

þótti dúettadæmið full stutt, hér koma fleiri:

Fyrsti kafli: Allegro

Annar kafli: Moderato tranquillo (þarna klikkaði ég ansi illilega á mínútunni, held kaflinn sé þrjár)

Fimmti kafli: Andante (þessi er líka fulllangur)

Sjöundi kafli: Lento flautando (allt flaututónar eða flageolet)

Eins og þið heyrið kannski þá eru þetta meira og minna hægu kaflarnir, það eru fleiri hraðir; þá á ég eftir að fá frá upptakaranum. Sem fyrr eru þetta Hlíf Sigurjónsdóttir og Martin Frewer sem spila.

afrakstur kvöldsins

við Jón Lárus vorum ógnar dugleg í dag, hitt og þetta komst í verk sem lengi hefur verið þörf á (flikka upp á málninguna á útidyrunum, ganga frá þvottahrúgu, tína rifsber í sultu og sjóða, Jón kláraði að ganga frá baðinu niðri, er búinn að vera að mála það síðustu daga, og fleira og fleira). Ánægðust erum við nú samt með það sem við vorum að gera í kvöld.

þar kom þetta

Þennan sáum við líka:

í hlýjunni í gær

var síðan farið með krakkana í Elliðaárdalinn, þau yngri í sundfötum, við hin létum okkur nægja að vaða, þau syndandi skemmtu sér við að stökkva ofan í hylinn. Er að hlaða inn vídeói af hoppum, sjá á meðan má skoða myndir á flickr, þar á meðal þessa:

Freyja lent

Freyja lent.

Þangað verður bókað farið aftur, um leið og veður leyfir.

góð færsla

hjá henni Ástu fyrir norðan. Ójá.


bland í poka

teljari

  • 373.922 heimsóknir

dagatal

ágúst 2008
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa