hjólað

annars á suzukifundinn í morgun, freistaði smá að taka bílinn sem stóð þögull og kyrr hér fyrir utan en nei. Leist svo lítið á úrhellið á meðan á fundi stóð en á meðan ég fór í gegn um allar töflurnar og ljósritaði nemendur sem eiga að koma í tónfræði kom uppstytta, þá úrhelli aftur, en slapp heim í uppstyttu. Fífa var ekki eins heppin á sínu hjóli frá MH, kom heim eins og hundur af sundi. Hvorugar í regnfötum…

Hjólaði annars heim eins og sá svarti væri eftir mér, hélt áfram að svitna eins og éveitekkihvað í hálftíma eftir að ég kom heim.

Fór svo og sótti fótbrjótlinginn fyrir jarðarför, tróðum hjólastól aftur í bílinn, ekki séns að hann kæmist í skottið, vesen að fótbrjóta sig sko. Gekk nú samt allt saman.

Eftir för og skil á þeirri fótbrotnu og hjólastólnum heim var unglingurinn sóttur í sjónsjúkraþjálfun í Mjódd, gengur ógurlega vel, færst upp á skalanum frá 8 til 26, ekki spyrja mig hvað það þýðir, nema væntanlega þarf hún ekki nema 3-4 tíma í stað 6.

Rokið heim og inn í Suzuki til að raða í töflur, náði að sjá ekkert af hinni uppblásnu heimkomu handboltaliðsins (sko, þeir stóðu sig hetjulega og áttu alveg fögnuðinn skildan en flestir hafa lýst þessari samkomu á Arnarhóli sem verulega vandræðalegri, kannski síst hann mágur minn). Familían fór reyndar út á Skólavörðustíg, enda varla annað hægt, búandi hér.

Dauðkveið fyrir að komast heim, en klukkan verandi að verða sjö var engin umferð og stæðin farin að losna heima, röðin af bílum uppi á grasbala á Sæbraut var hins vegar verulega impressive.

Jón Lárus kveikti síðan upp í útiörnunum og við settumst út í yndislegu veðri í klukkutíma eða svo. Ekki var þörf á regnhlífum í þetta skiptið en þetta var samt verulega indælt.

0 Responses to “hjólað”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.922 heimsóknir

dagatal

ágúst 2008
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: