Archive for the 'brandarar' Category

já væri þetta

ekki líka hægt svona?

ofneysla

jámm, þessa dagana er ofneysla í gangi hér á bæ. Sænskum nútímaverkum í tugatali mokað inn þar til þau buna aftur út um eyrun.

Undirrituð er semsagt að fara til Svíþjóðar og velja verk á hátíð.

Um hálfsjöleytið í dag var ég komin með svo mikið nóg að mig langaði mest til að stroka þau öll út. Það væri hins vegar verulega óréttlátt því ég er búin að hlusta á mörg fín. Slatti eftir enn sem verða víst að klárast í vikunni, fer út á sunnudaginn kemur.

Hlustaði á Rammstein til að hreinsa hugann (nú líður væntanlega yfir nokkra lesendur).

Svo datt inn ræma af uppáhalds teiknimyndaseríunni minni:

hver baðar

annars eiginlega ketti?

Ekki ég.

Reyndar, gæti nú verið að þessi köttur eða sambærilega loðnir þyrftu á baði að halda stöku sinnum:

Loppa sér allavega um að halda sér hreinni. Heyrði reyndar einu sinni: Cats aren’t clean, they’re just covered in cat spit.

var að uppgötva

nýja brandarasíðu – nei ég hef ekki of mikinn tíma…

Tvö dæmi, vonandi er hægt að beintengja:

lovitt!

undarlegt

atvik sem ég sá í gær, var að keyra Finn á hljómsveitaræfingu (einu sinni sem oftar), lendi á rauðu ljósi á gatnamótum Frakkastígs og Hverfisgötu.

Við Finnur sitjum í rólegheitum í bílnum og bíðum eftir grænu þegar við sjáum tvo gaura hlaupandi á harðaspani niður götuna og beygja fyrir hornið hjá Austurlandahraðlestinni. Örstuttu seinna kemur sá aftari til baka, sótbölvandi og haldandi á síðum frakka á herðatré.

Sá fyrri hefur semsagt ætlað að stela frakkanum af hinum, væntanlega af kaffi Grand en hinn tekið eftir því.

lió

er bara oft ári fyndinn. Stráklingur um sex ára eða svo, en talsvert eldri í anda og með smekk fyrir skrímslum.
Finnst hér til dæmis.

Apakattaeyja

Var með krakkana í Finns bekk í tónfræðinni í formgreiningu í dag. Lét þau greina þriðja kaflann úr E-dúr fiðlukonsert Bachs, þetta líka fína rondóform (sonurinn fattaði það, mamman montin).

Frekar auðgreinanlegt form, ABACADAEA þar sem A hlutinn kemur alltaf eins, tutti í hljómsveitinni en B-E kaflarnir eru grand sólókaflar hjá einleiksfiðlunni.

Auðvitað fóru krakkarnir að reyna að lesa eitthvað út úr stöfunum…

(og þið sem hélduð að ég væri að lýsa Íslandi með titlinum, vaþaggi???)

poncho

myndasöguna les ég daglega þrátt fyrir óþolandi hundspottið – hér ná kettirnir honum heldur betur:

óvenjulegur kattamatur

Sérfæði kisu kláraðist um helgina, hún er með smá nýrnasteina og verður að vera á einhverju urinary fæði, nema hvað ég hélt að Dagfinnur væri með opið fyrir hádegi á laugardögum og ég næði að fara að kaupa poka handa henni. Það reyndist ekki vera svo við fórum bara út í Dreka og keyptum dós af venjulegum kattamat handa henni.

Nema hvað, Finnur fann ekki dósina inni í ísskáp í gærmorgun og vissi ekkert hvað hann ætti að gefa kisu. Hugsaði, mjög lógískt, hvað myndi ég fá mér ef ég væri svangur. Jú, rúsínur.

Fífa rak svo augun í rúsínur í dallinum hennar í gærkvöldi. Fjölskyldan argaði af hlátri – Finnur sem betur fer hló með okkur. Ég var einmitt í símanum við mömmu að hjálpa henni smá með tölvuvesen, hún náttúrlega skildi ekkert í því að ég skyldi skella svona upp úr.

Veit nú ekki hvort kisa át mikið af rúsínum en – tja hún hefur allavega farið vel með úrganginn…

líó

Ég myndi líka vilja sjá húsið þeirra…

já er þetta ekki Elsa?

fékk frekar spes símtal áðan, hringt um miðjan dag inn í kennslu, ég kannast ekkert við númerið en tek símann samt, dettur helst í hug að eitthvað foreldri sé að láta mig vita að barnið komist ekki í tíma.

Svara eins og ég er vön, með nafninu mínu í spurnartóni.

Stutt þögn hinum megin. Svo: Já, er þetta ekki Elsa?

Ég: Nei, hrædd um ekki.

Já en hvað er þá númerið hjá Elsu?

vill einhver

segja mér hvað er í gangi þarna? Summoning of Backpacks? Charms galdur farið úrskeiðis?

get ekki lýst

því hvað mér þykir mikið þægilegra þegar unglingurinn fer í síðkvöldsheimsóknir til vina sinna (nú eða á skólaböll eða álíka) að geta bara lánað henni bílinn, hún eigi auðvelt far heim. Reyndar leikur hún iðulega strætó, það er bara fínt líka. Tókst að villast í kaffibollahringjum Hafnarfjarðar um daginn og vera stoppuð af löggunni – sem fannst mjög fyndið að þurfa að benda henni á hvernig hún slyppi út úr Firðinum.

Í kvöld er hún í Kópavogi. Ef henni þótti erfitt að rata í Hafnarfirði, hvernig verður þetta þá í þetta skiptið? Svona miðað við að sagan segir að Kópavogsbúar séu þeir sem keyrðu inn í Kópavoginn og rötuðu aldrei út aftur…

scratch

Barely Scratched The Surface

Customer: “Hello, young man, can you help me?”

Me: “Yes ma’am. What can I do for you?”

Customer: “Where do you keep your scratch?”

Me: “Excuse me?”

Customer: “Scratch! Where do you keep it? I need some to make pie!”

Me: “I’m not sure that I’m clear on what you need. Can you tell me what you are going to use it for?”

Customer: “My husband says that I need to make pie from scratch for Christmas, so I need to buy some scratch for the pie.”

Me: “Ma’am, that just means that you buy the ingredients and make the pie yourself.”

Customer: “I don’t have time to make pie myself! I need some scratch!”

(fundið hér, notalwaysright rokkar).

zits

langferðastrætó

þurfti að skjótast inn í leikhús í dag í smástund, á Bústaðaveginum mætti ég strætó. Held að það sé spurning um ný gleraugu því ég gat ekki fyrir mitt litla líf séð annað en á strætó stæði Istanbúl.

Svo kom hann nær og auðvitað stóð Listabraut…

barbíkjöt

einhvern tímann hef ég nefnt að Freyja var illa haldin af eyrnabólgu þegar hún var lítil, heyrði ekki sérlega vel. Það er orðið allt í fína núna sem betur fer.

Einu sinni vorum við í Krónunni með hana, ætli hún hafi ekki verið um fimm ára eða svo. Stóð einhvers staðar aðeins frá okkur, væntanlega við nammihilluna, mér verður að orði: Já, það vantar barbekjúsósu. Freyja lítur upp með skelfingarsvip: Barbíkjötsósu??? :O

Nú er búið að finna hvað maður notar slíka í:

bóndinn

fór með strákunum í kórnum í æfingabúðir yfir helgina, skemmti sér bara vel og þetta var ekki eins erfitt og hann hélt. Náði einum góðum brandara á föstudagskvöldið – hann neitar að blogga honum sjálfur þannig að ég má:

Þegar nokkrir foreldrar fara með svona strákahóp í ferð er svo sem nóg um að vera þannig að reynt er að hafa eldamennskuna frekar einfalda. Á föstudagskvöldinu voru sænskar kjötbollur sem er hægt að kaupa frosnar í pokum í IKEA. Jóni fannst þetta náttúrlega bráðsniðugt, verst hvað það væri samt mikið vesen að þurfa að skrúfa þær allar saman…

hawhawhaw

mynduð þið kaupa námskeið í vefsíðugerð frá þessu fyrirtæki?

Nii, ekki ég heldur…

jánei

Night Of The Loving Dead
GYM | NEW YORK, NY, USA
(I’m a personal trainer and at the end of a set my client makes an announcement.)

Customer: “So, I think I’m a necrophiliac.”

Me: “Um, what?”

Customer: “I think I’m a necrophiliac.”

Me: “And why would you think that?”

Customer: “Because I’m always tired and I keep falling asleep at my desk.”

Me: “Narcoleptic.”

Customer: “What?”

Me: “You think you’re narcoleptic.”

Customer: “Right. What did I say?”

Me: “Necrophiliac.”

Customer: “What does that mean?”

(I tell him.)

Customer: “Oh God NO!”

(fundið á notalwaysright)


bland í poka

teljari

  • 375.560 heimsóknir

dagatal

janúar 2023
S M F V F F S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
293031  

sagan endalausa