Sarpur fyrir apríl, 2007

afmælisboðið

verður haldið á verkalýðsdeginum, fullt af gaurum frá 14-16 og svo fjölskyldan þar á eftir. Ætli maður fái einhvers staðar snittubrauð á morgun, eða ætli sé lokað alls staðar?

Ég segi stundum að Finnur sé gríðarlega heppinn með afmælisdag; hann eigi alltaf afmæli á föstudegi. Bregst ekki að það er alltaf einhver sem fattar ekki…

hann elsku litli

sonur minn er 7 ára í dag

Finnur

Til hamingju með daginn, litli gutti. Bestur…

hann Jón Lárus

var að STRÍÐA mér í gær. Tja, eða var að hugsa um að stríða mér í gær og endaði á að gera það í færslu í dag í staðinn. Kóksvínið hennar Nýgellu á sko að vera með kóki, ekki Pepsívibba einhverjum. (tek það fram fyrir þá sem ekki vita að eini kóladrykkurinn sem ég drekk er Coca Cola – MEÐ sykri, og engar undantekningar þar á leyfðar).

Nema hvað, Jón nefndi það við krakkana að hann ætlaði að kaupa tvær tveggjalítra Pepsíflöskur, hella innihaldinu í vaskinn, hins vegar fjórum lítrum af alvörudrykknum með svíninu, láta kókflöskurnar hverfa en hafa tómar pepsíflöskur á áberandi stað. Sjá svo hvað ég segði…

langur

dagur í dag, fyrst kom hann Bjarni litli hennar Hafdísar í prufupössun, þar sem Fífa ætlaði að sjá um gutta á meðan á tónleikum stæði, þá hjólatúr inn í Laugardal, brutum reglur grasagarðsins með því að hjóla í gegn (sáum ekki neitt skilti með bannmerki við aðalinnganginn, þrátt fyrir að skima, svo var skilti vestast þar sem við fórum út). En við vorum reyndar ekki fyrir neinum. Rok í rétta átt, auðvelt að hjóla heim. Mættum þessum bloggara ásamt dóttur á Snorrabrautinni á leiðinni heim.

Þá tónleikar, 15.15 í Norræna húsinu, meðal annars frumflutt útskriftarverkefni fyrrnefndrar Hafdísar frá LHÍ, megaflott verk sem Caput átti fullt í fangi með að flytja (að Guðna stjórnanda sögn, ekki að það heyrðist nokkurn hlut á flutningnum). Annað á tónleikunum sönglög eftir stórtenór og sópran, verk fyrir flautu, píanó og slagverk eftir ungt rúmenskt tónskáld og sveitadansar eftir kennara úr sveit. Allt flott. Sveitadansarnir ekki dæmigert Caputfóður, en sveimérþá ef þau gátu ekki svingað.

Komst ekki í partíið eftir tónleikana (muuu) þar sem ég þurfti að rjúka beint á kóræfingu, kom meira að segja hálftíma of seint, 15.15 eru yfirleitt ekki nema klukkutími og ég hafði reiknað með að ná þessu nákvæmlega, en þá voru þessir einn og hálfur í staðinn. Og endað á verkinu hennar Hafdísar, þannig að ég hafði ekki séns á að laumast út milli verka, þegar aðalstykkið var síðast. Oh well.

Æfingin gekk mjög vel, bara, Óttusöngvarnir alveg að smella saman. Organistinn mætti í dag og spilaði með okkur, en við erum enn ekki farin að heyra einsöngvarana, sellóið og slagverkið. Get ekki beðið fram á föstudag, þegar þetta kemur allt saman.

Endaði síðan á stjórnarfundi Hollvinafélags Sumartónleika í Skálholtskirkju. Drög komin að dagskrá sumarsins, margt mjög spennandi. Fáið örugglega að heyra af því þegar nær dregur og búið er að negla þetta fastar.

ussuss, ein löng færsla. Og ég sem hefði örugglega getað bútað þetta niður í fleiri…

hrikalega

er ég stolt af henni frænku minni og nöfnu í dag.

Það er viðtal við hana og aðra í Fréttablaði dagsins, þær eru að bjóða heimili fyrir heimilislausa menn velkomið beint á móti íbúðum þeirra, við Njálsgötu 74. Ég varð sárhneyksluð á þessu liði þarna með lögfræðing og undirskriftir í gær.

Áfram Hilda, Kristín og Ingibjörg (sem var ekki í viðtalinu en er sammála)

vínsmakk

hingað komu nokkrir eðalbloggarar í gærkvöldi í vínsmakk, Kalli, Fríða og Hugskot. Spænskt þema, prófuðum einar 5 tegundir spænskra vína, frá frábæru bleiku Cava, Castillo Perelada (sem Kalli kom með), yfir spænskt gewurstraminer hvítvín frá Vinas del Vero og síðan þrjár rauðar, Santa Cruz de Artazu frá Adda, Viña Ardanza frá La Rioja Alta (mjög svipað góðar, Santa Cruzinn féll eiginlega enn betur í kramið en Altan) og enduðum á Tinto Pesquera, reserva. Þvílíkt nammi. Enduðum síðan á púrtvíni, sem Kalli kom líka með, Taylor’s árgangspúrti frá 1999

Og svo úrval af ostum og súkkulaði með. Félagsskapurinn æði, enda var þetta snilldarkvöld. Takk, folks!

þokkalega skemmtilegt

að fá síðasta greiðsluseðilinn á lán, tvö lán að klárast hjá okkur, síðasta afborgun núna. Yfirtókum fjögur lán þegar við keyptum hér heima og tvö þeirra eru sem sagt búin. Best að reyna að nota aukapeninginn til að borga niður höfuðstólinn af hinum. Tja, reyndar er nú spurning um að taka hluta hans og safna fyrir nýrri bíl, druslan er að verða pínu þreytt…


bland í poka

teljari

  • 371.383 heimsóknir

dagatal

apríl 2007
S M F V F F S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930  

sagan endalausa