Sarpur fyrir apríl, 2007

afmælisboðið

verður haldið á verkalýðsdeginum, fullt af gaurum frá 14-16 og svo fjölskyldan þar á eftir. Ætli maður fái einhvers staðar snittubrauð á morgun, eða ætli sé lokað alls staðar?

Ég segi stundum að Finnur sé gríðarlega heppinn með afmælisdag; hann eigi alltaf afmæli á föstudegi. Bregst ekki að það er alltaf einhver sem fattar ekki…

hann elsku litli

sonur minn er 7 ára í dag

Finnur

Til hamingju með daginn, litli gutti. Bestur…

hann Jón Lárus

var að STRÍÐA mér í gær. Tja, eða var að hugsa um að stríða mér í gær og endaði á að gera það í færslu í dag í staðinn. Kóksvínið hennar Nýgellu á sko að vera með kóki, ekki Pepsívibba einhverjum. (tek það fram fyrir þá sem ekki vita að eini kóladrykkurinn sem ég drekk er Coca Cola – MEÐ sykri, og engar undantekningar þar á leyfðar).

Nema hvað, Jón nefndi það við krakkana að hann ætlaði að kaupa tvær tveggjalítra Pepsíflöskur, hella innihaldinu í vaskinn, hins vegar fjórum lítrum af alvörudrykknum með svíninu, láta kókflöskurnar hverfa en hafa tómar pepsíflöskur á áberandi stað. Sjá svo hvað ég segði…

langur

dagur í dag, fyrst kom hann Bjarni litli hennar Hafdísar í prufupössun, þar sem Fífa ætlaði að sjá um gutta á meðan á tónleikum stæði, þá hjólatúr inn í Laugardal, brutum reglur grasagarðsins með því að hjóla í gegn (sáum ekki neitt skilti með bannmerki við aðalinnganginn, þrátt fyrir að skima, svo var skilti vestast þar sem við fórum út). En við vorum reyndar ekki fyrir neinum. Rok í rétta átt, auðvelt að hjóla heim. Mættum þessum bloggara ásamt dóttur á Snorrabrautinni á leiðinni heim.

Þá tónleikar, 15.15 í Norræna húsinu, meðal annars frumflutt útskriftarverkefni fyrrnefndrar Hafdísar frá LHÍ, megaflott verk sem Caput átti fullt í fangi með að flytja (að Guðna stjórnanda sögn, ekki að það heyrðist nokkurn hlut á flutningnum). Annað á tónleikunum sönglög eftir stórtenór og sópran, verk fyrir flautu, píanó og slagverk eftir ungt rúmenskt tónskáld og sveitadansar eftir kennara úr sveit. Allt flott. Sveitadansarnir ekki dæmigert Caputfóður, en sveimérþá ef þau gátu ekki svingað.

Komst ekki í partíið eftir tónleikana (muuu) þar sem ég þurfti að rjúka beint á kóræfingu, kom meira að segja hálftíma of seint, 15.15 eru yfirleitt ekki nema klukkutími og ég hafði reiknað með að ná þessu nákvæmlega, en þá voru þessir einn og hálfur í staðinn. Og endað á verkinu hennar Hafdísar, þannig að ég hafði ekki séns á að laumast út milli verka, þegar aðalstykkið var síðast. Oh well.

Æfingin gekk mjög vel, bara, Óttusöngvarnir alveg að smella saman. Organistinn mætti í dag og spilaði með okkur, en við erum enn ekki farin að heyra einsöngvarana, sellóið og slagverkið. Get ekki beðið fram á föstudag, þegar þetta kemur allt saman.

Endaði síðan á stjórnarfundi Hollvinafélags Sumartónleika í Skálholtskirkju. Drög komin að dagskrá sumarsins, margt mjög spennandi. Fáið örugglega að heyra af því þegar nær dregur og búið er að negla þetta fastar.

ussuss, ein löng færsla. Og ég sem hefði örugglega getað bútað þetta niður í fleiri…

hrikalega

er ég stolt af henni frænku minni og nöfnu í dag.

Það er viðtal við hana og aðra í Fréttablaði dagsins, þær eru að bjóða heimili fyrir heimilislausa menn velkomið beint á móti íbúðum þeirra, við Njálsgötu 74. Ég varð sárhneyksluð á þessu liði þarna með lögfræðing og undirskriftir í gær.

Áfram Hilda, Kristín og Ingibjörg (sem var ekki í viðtalinu en er sammála)

vínsmakk

hingað komu nokkrir eðalbloggarar í gærkvöldi í vínsmakk, Kalli, Fríða og Hugskot. Spænskt þema, prófuðum einar 5 tegundir spænskra vína, frá frábæru bleiku Cava, Castillo Perelada (sem Kalli kom með), yfir spænskt gewurstraminer hvítvín frá Vinas del Vero og síðan þrjár rauðar, Santa Cruz de Artazu frá Adda, Viña Ardanza frá La Rioja Alta (mjög svipað góðar, Santa Cruzinn féll eiginlega enn betur í kramið en Altan) og enduðum á Tinto Pesquera, reserva. Þvílíkt nammi. Enduðum síðan á púrtvíni, sem Kalli kom líka með, Taylor’s árgangspúrti frá 1999

Og svo úrval af ostum og súkkulaði með. Félagsskapurinn æði, enda var þetta snilldarkvöld. Takk, folks!

þokkalega skemmtilegt

að fá síðasta greiðsluseðilinn á lán, tvö lán að klárast hjá okkur, síðasta afborgun núna. Yfirtókum fjögur lán þegar við keyptum hér heima og tvö þeirra eru sem sagt búin. Best að reyna að nota aukapeninginn til að borga niður höfuðstólinn af hinum. Tja, reyndar er nú spurning um að taka hluta hans og safna fyrir nýrri bíl, druslan er að verða pínu þreytt…

wahahaha

þetta er nokkuð gott. Grey Japanirnir

mig langar

ekkert smá í almennilega hátalara við tölvuna mína. Þeir sem ég er að nota eru generic við gömlu tölvuna og virka hreint ekki nógu vel á þessa.

Líka góð heyrnartól við ipödduna, ég nota hana svo til ekkert vegna þess að heyrnartólin detta alltaf út úr eyrunum á mér. Finnbogi, hvað var það aftur sem þú notar? Eitthvað með spöng, var það ekki?

Var að koma heim

fyrst kennsla frá snemma dags (14.10) til 19.30 og svo tónleikar í Salnum. Bráðskemmtileg ný verk eftir Hrafnkel Pálmarsson og Hreiðar Inga Þorsteinsson, báða að útskrifast frá okkur núna í vor.

Eftir Hrafnkel voru spiluð þrjú verk, eitt æfingaverk í tónsmíðaaðferðum (sett fyrir að vera tilfinningasnautt en tókst reyndar ekki aldeilis, bráðflott stykki), þá raf/tölvuverk eftir hann, spunnið úr leikritatónlist sem hann og Páll Kr. Pálsson sömdu á fyrsta árinu í deildinni. Verulega flott og áhrifamikið verk, ég dáist alltaf að fólki sem getur gert góð rafverk, það er nefnilega svo hrikalega auðvelt að gera leiðinleg slík. Að lokum sjálft útskriftarverkið, bara ágætis stykki.

Eftir hlé, þar sem boðið var upp á kaffi og cider tók síðan Hreiðar Ingi við. Hans útskriftarverk var ekki flutt hér heima, aðeins upptaka frá frumflutningi í Finnlandi. Hreiðar var fyrir flutning verksins með heilmikla analýsu á tveimur gömlum verkum við sama texta, Stabat mater. Ekki var hann nú leiðinlegur, en undir hálfellefu var maður samt orðinn talsvert syfjaður. Sá samt hreint ekki eftir að hafa beðið eftir verkinu, það var mjög áhrifaríkt, talsverð kvikmyndatónlist í því sums staðar (þið hér sem þekkið músíkina mína vitið að það á ég jú til líka). Bráðskemmtilegar pælingar líka um sjónræna tónlist og alls konar symbolik sem hann notar.

Frábært kvöld en nú er ég farin að sofa. Og þó fyrr hefði verið…

múr

hann Ármann er með snilldargrein á Múrnum í dag. Lesa, plz.

formula

nei, ekki Formúla 1, læt bóndanum að mestu leyti eftir að blogga um hana. Þessi er enn frá jokedujour:

„Crime“

The police recently busted a man selling
‘secret formula’ tablets he claimed gave
eternal youth.

When going through their files, they noticed
it was the fifth time he was caught for
committing this same criminal medical fraud.

He had earlier been arrested in 1983, 1928,
1856, and 1794………..

unglingurinn

búinn í miðprófinu í fiðlunni, stóð í þrjú kortér fyrir framan langa röð prófdómara og skólastjórnenda í Tónlistarskólanum í Reykjavík í dag og spilaði, með og án meðleikara.

Öll hin prófin sem hún á eftir í vor verða hjóm eitt í samanburði, enda er svonalagað alltaf talsverð eldskírn. Enda er hún sárfegin.

ekki smá scary

kíkið á greinina úr Guardian hér. Og lesið til enda, takk. Þetta er svolítið langt, en samt mikilvægt að sem flestir lesi.

snilld

hún snilldur stendur undir nafni núna. Hef reyndar ekki farið inn á þessar barnalandssíður, ekki í þetta skiptið.

er annars

að farast úr hungri hér, og hvað haldið þið að ég sé að gera í því? Naga sellerístöngul.

Held það sé ekki alveg í lagi með mig!

áðan tókst

henni litlusystur að bæta Eiríki Haukssyni inn á vinalista Hljómeykis á mæspeis. Alveg óvart, reyndar, hún hélt hún væri inni á sinni síðu. Eiki svaraði prontó já. Klárt við látum það standa…

fyrsti í

prófum í Suzukiskólanum í dag. Þægilegir kennsludagar það.

Óttusöngvarnir

og hin verkin sem við verðum með á tónleikunum eftir tvær vikur (muna, muna…) eru öll að koma til. Búin að ná nótunum eiginlega alveg hundraðprósent, nú stendur yfir vinna við að fínpússa. Það er alltaf skemmtilegast, ja, fyrir utan tónleikana sjálfa, sem eru jú toppurinn.

Þetta verk er bara svo bilað flott. Get ekki beðið eftir því að fá einsöngvarana og hljóðfæraleikarana með á æfingu…

ahh

spileríið tókst mjög vel hjá unglingnum í gær, það þarf nú bara svolítið til að geta staðið ein uppi á sviði og spilað og spilað, um 3 kortér af skölum, tvígripum, æfingu og svo lögin, kafli úr Bachsvítu, konsertkafli eftir Haydn, nýja lagið mitt (tvisvar) og pólskur dans. Glæsilegt hjá henni.

Veit hún getur ekki beðið eftir að klára prófið á þriðjudaginn, vorprófin í skólanum og það allt verður ekkert mál eftir þetta.

Svo aðalfundurinn, ósköp rólegur og tíðindalítill fundur, maturinn og vínið síðan í sérflokki. Bambasteik með trufflusósu var hættulega gott og súkkulaði créme bruléeið tóm sæla. Nokkur fín vín frá honum Adda líka.

Heim um þrjúleytið í nótt, minns pínu syfjaður núna. Og lööööng æfing á eftir…


bland í poka

teljari

  • 377.785 heimsóknir

dagatal

apríl 2007
S M F V F F S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930  

sagan endalausa