Í dag verður borinn til grafar minn mentor, kollegi og kæri vinur Þorkell Sigurbjörnsson.
Einn af okkar grand old men í tónsmíðunum, eftir hann liggur gríðarlegt magn tónverka, þar á meðal perlur sem við þekkjum öll. Hann var einn okkar framsæknustu nútímatónskálda en gat þar fyrir utan samið verk í öllum mögulegum stílum.
Hann var besti kennari sem ég hef haft í tónlist, ég endurtek iðulega frasa frá honum við nemendur mína. Hafði djúpa innsýn í galdra tónanna. Hann var líka mikill húmoristi og beittur rýnir sem fólk tók mikið mark á. Innsæis hans og þekkingar verður sárt saknað innan Tónskáldafélagsins, Tónverkamiðstöðvar og alls staðar þar sem hann kom að málum.
Ég votta Barböru, Misti, Siggabirni, Sigfúsi, Hnokka og öðrum tengda- og barnabörnum mína dýpstu samúð. Minningin mun lifa.
Nýlegar athugasemdir