Archive for the 'baráttan' Category

nei

ég hef voða lítið verið að blogga undanfarið. Eins og mér hefur legið mikið á hjarta. Eyðilegging á tónlistarskólunum okkar – já eyðilegging er ekki of sterkt orð yfir það sem virðist vera að gerast hér. Verð að henda inn grein sem má lesa hér um mikilvægi tónlistarmenntunar og já, minna á grein sem ég hef birt áður hérna – fagið mitt er nefnilega ekki bara eitthvað hobbí. Skiptir svo gríðarmiklu máli fyrir þessa andlegu heilbrigði. Heilbrigð sál í hraustum líkama, já það er helling verið að hugsa um hrausta líkamann en virðist sem heilbrigða sálin sé aðeins minna mál. Hefði ég tíma myndi ég snara greininni – kannski eftir vikuna.

Icesvei – nei best að fara ekki út í þann pakka.

Deadline, I’m still sticking to it.

jaeæja

ætla ekki örugglega allir að kjósa?

Listinn minn orðinn endanlegur, ég ætla ekki að henda honum öllum inn hérna, en hann hefur reyndar breyst talsvert frá því þegar ég birti uppkast að honum um daginn.

Efsta fólkið hjá mér er samt:

Smári Páll McCarthy 3568
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir 2787
Jón Ólafsson 7671
Margrét Jensína Þorvaldsdóttir 3315
Gunnar Grímsson 5878
Máni Arnarson 5834
Svanur Sigurbjörnsson 4096

og svo 18 til.

Enginn þeirra sem ég set á lista er þar eingöngu vegna þess að ég þekki viðkomandi og treysti, hef sett talsverða vinnu í að velja eftir bestu vitund.

Náði ekki að gera algeran fléttulista, það hallar aðeins á konur. Svo verður að vera.

Það skiptir gríðarlegu máli að sem flestir segi skoðun sína með því að kjósa, þeim mun færri sem leggja leið sína á kjörstað, þeim mun auðveldara verður fyrir hina ráðandi stétt að hundsa vilja okkar. Ég vil ekki trúa því að þeir sem sitja við stjórnvölinn núna muni ekki hlusta en ef við erum verulega óheppin komast hrunflokkarnir að og þeir munu nokkuð örugglega gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda stjórnarskránni eins og hún er.

Þannig að það er bara um að gera að FARA ÚT OG KJÓSA!

kvótaþingmaðurinn og listamennirnir

Var að lesa ágæta grein Stefáns Snævarrs um Listamannalaun, ofbauð auðvitað mörg kommentin (kemur ekki alveg á óvart, frá Eyjukommenturum, maður fær stundum alveg upp í kok) og skrifaði svar sem ég held að geti alveg staðið sjálft hér.

Listamannalaun eru verkefnatengd starfslaun. Ég veit ekki betur en að enginn treysti á þau sér til aðalframfæris nema í stuttan tíma í senn, mjög margir 4 mánaða styrkir, slatti af 6 mánaða, nokkrir eins árs og örfáir þriggja ára samningar. Launin eru miðuð við lektorslaun í Háskóla Íslands – ég satt að segja þekki nokkra kollega mína sem sækja aldrei um starfslaun listamanna vegna þess að maður verður að hætta að kenna (eða minnka það mjög mikið) og þeir kenna kannski 150% til að hafa í sig og á (já, „heiðarleg vinna“) og hafa hreinlega ekki efni á því að þiggja starfslaun listamanna. Þetta er nú allt bruðlið.

Stór verk, hvort sem það heita bækur, kvikmyndir, tónverk eða önnur list verða ekki svo glatt unnin á kvöldin eftir langan vinnudag – til þess eru launin að þannig verk geti orðið til hér. Auðvitað er hægt að setja spurningarmerki við hverjir fá, en reyndar eru úthlutunarnefndir skipaðar fulltrúum stéttar- og fagfélaga listamanna sjálfra, það er ekki einhver á skrifstofu í menntamálaráðuneyti sem úthlutar, þannig að allt tal um að verða of háður ríkinu per se er út í hött. Það er talsverður þrýstingur innan félaganna um að skiptingin sé réttlát og að enginn sé áskrifandi að starfslaunum. Tek líka fram að það eru engan veginn bara það sem var einu sinni kallað „æðri listar“ iðkendur sem fá starfslaun. Dugar að skoða síðasta lista til að sannfærast um slíkt. Jú, það eru fleiri úr þeim geira – en það eru kannski líka þeir sem eru að fást við stærri verk.

(Tek fram hér, sem ekki kom fram í svari, að ég hef tvívegis fengið starfslaun, annað skiptið til fjögurra mánaða og hitt til sex mánaða og ég hef ekki sótt um síðustu 6-7 árin þannig að ég er ekki að verja eigin tekjur).

Harpa já – það má svo sannarlega vera ósáttur við hvernig að þessari byggingu var staðið, ég veit að fullt af fólki er búið að berjast fyrir tónlistarhúsi hér, man eftir foreldrum mínum síðustu amk. 30 árin í Samtökum um byggingu tónlistarhúss. Margt þess fólks var satt að segja afar sárt þegar loksins kom að því að skyldi byggja og allt í einu var bara einhver ríkisbubbi búinn að eigna sér málið og reist skyldi gríðarlega stórt og dýrt hús sem aldrei var beðið um. En þetta var nú tíðarandinn á þessum tíma og þegar allt hrundi, mátu bæði borg og ríki að það myndi á endanum kosta talsvert meira að fresta byggingunni í óákveðinn tíma en hreinlega að keyra áfram og klára.

Ég veit frá fyrstu hendi að það er þegar búið að bóka stórar ráðstefnur og tónleika í húsinu, ég er svo sem ekki bjartsýn um að það muni standa algerlega undir sér en ég veit heldur ekki um neitt slíkt hús í heiminum sem stendur undir sér. Og stendur svo sem Laugardalshöll undir sér? eða öll íþróttamannvirkin sem er allt morandi í úti um allt land? Ekki dettur mér í hug að vera brjáluð yfir því að þau geri það ekki – en skil ekki almennilega í því hvers vegna það má ekki rísa eitt einasta hús undir tónlist án þess að allir brjálist (og það er ekki eins og það einskorðist við þetta sannarlega dýra hús).

Ansi hreint margir eru síðan búnir að benda á að hækkunin á listamannalaunum er ekki nema brot af upphæðinni sem þingmaðurinn greiddi sér „óvart“ í arð eftir hrun.

til hamingju með daginn

allir mínir samkynhneigðir, gagnkynhneigðir og/eða tvíkynhneigðir vinir, kunningjar og aðrir lesendur!

Að gefnu tilefni

“Vegna stefnu Pálma í Fons gegn Svavari Halldórssyni fréttamanni RÚV geri ég hér með orð Svavars (fréttatexta) að mínum og hvet alla til að birta eftirfarandi fréttir:
Frétt 1:
Pálmi Haraldsson notaði skuldaviðurkenningu frá Baugi sem veð þegar hann fékk tveggja og hálfs milljarða króna lán frá Glitni rétt fyrir hrun. Baugur og eigendur hans voru ráðandi hluthafar í Glitni og viðskiptafélagar Pálma. Bankinn hefur ekkert fengið greitt og peningarnir eru týndir.
Pálmi Haraldsson í Fons kom víða við í góðærinu. Hann átti Iceland Express, Skeljung, Securitas, flugfélagið Sterling og hluti í FL Group og bresku verslunarkeðjunni Iceland. Meðal helstu viðskiptafélaga hans var Jón Ásgeir Jóhannesson.
Hann átti meðal annars Gaum og réði ríkjum í Glitni.
Fons, félag Pálma, átti hlutabréf í Högum og Debenhams sem Pálmi seldi félaga sínum Jóni Ásgeiri í Baugi, snemma árs 2007. Á móti fékk Pálmi skuldabréf á Baug. Allir pappírar virðast hafa verið útbúnir í samræmi við lög og reglur. Pálmi fór með skuldabréfið í Glitni og lagði það að veði fyrir tveggja og hálfs milljarða króna láni sem hann fékk greitt út í peningum. Á þeim tíma var Baugur Jóns Ásgeirs í miklum vanskilum við Glitni Jóns Ásgeirs, en skuldabréfið þótti samt sem áður fullnægjandi trygging. Hlutabréfin hurfu síðar úr Baugi yfir í önnur félög Jóns Ásgeirs en allir gjalddagar voru framlengdir inn í framtíðina. Félögin þrjú í þessari fléttu fóru öll á hausinn eitt af öðru, Glitnir, Baugur og Fons. Þessa sögu má lesa úr lánasamningum, viðaukum og allskyns skjölum sem fréttastofa hefur undir höndum.
Allar skuldaviðurkenningar liggja ógreiddar í búum hinna gjaldþrota fyrirtækja. Einu alvöru peningarnir í þessum viðskiptum voru 2500 milljónir króna, sem fóru úr Glitni og í hendur Pálma Haraldssonar, en þeir peningar finnast hins vegar hvergi.
Frétt 2:
Ekki verður hægt að ganga að Pálma Haraldssyni vegna gjaldþrots Fons, þar sem hann er ekki í persónulegum ábyrgðum. Kröfur í þrotabú félagsins nema 38 milljörðum króna og ljóst að stór hluti tapast. Pálmi segist geta gert grein fyrir því hvað varð um tveggja og hálfs milljarðs króna ógreitt lán frá Glitni.
Fréttastofa sagði frá því gær að 2.500 milljónir króna sem Pálmi Haraldsson fékk lánaðar hjá Glitni fyrir hrun virðast gufaðar upp í flókinni viðskiptafléttu. Lögmaður Pálma hefur hótað fréttamanni málsókn, verði fréttin ekki dregin til baka og beðist afsökunar. Pálmi segir að féð hafi verið notað til að greiða lán Fons hjá Landsbankanum og kaup á sjóðsbréfum Glitnis og hefur látið fréttastofu í té færslunúmer þessu til sönnunar. Ómögulegt er hins vegar út frá þeim að staðfesta orð Pálma. Fréttastofa hafði í gær eftir heimildarmönnum, sem hún metur áreiðanlega, að féð virðist hafa horfið og finnist ekki í þrotabúi Fons.
Þeir hafa staðfest það aftur í dag. Lánið hefur aldrei verið borgað. Af frétt gærdagsins hefði mátt skilja að Pálmi hafi sjálfur tekið umrætt 2.500 milljóna lán persónulega, en ekki eignarhaldsfélag hans, Fons, sem nú er í skiptameðferð. Hér með er áréttað að Fons tók lánið, en Pálmi var þar aðaleigandi, annar tveggja prókúruhafa og einn skráður í framkvæmdastjórn, samkvæmt fyrirtækjaskrá.
Kröfur í þrotabú Fons nema um 38 milljörðum króna og ólíklegt að nokkuð fáist upp í almennar kröfur.
Pálmi Haraldsson var hins vegar ekki í neinum persónulegum ábyrgðum og því fellur ekki blettur á hans kennitölu við gjaldþrot Fons. Hann á enn miklar eignir víða um lönd í gegnum önnur félög sín.
Fyrirtækjaveldi Pálma virðist hafa fengið góða fyrirgreiðslu hjá Glitni fyrir hrun. Fréttastofa hefur undir höndum gögn um fjögur lán sem tekin voru frá því í desember 2007 og fram á mitt ár 2008.
Samanlögð upphæð þeirra nemur um 22 milljörðum króna. Þrotabú Glitnis gerir tæplega 24 milljarða króna kröfu í þrotabú Fons og fyrirséð er að það muni taka milljarðaskell. Títtrætt 2.500 milljóna lán hefur aldrei verið greitt og féð finnst ekki í þrotabúi Fons.
Frétt 3:
Eignarhaldsfélaginu Sundi var tryggt með leynisamningi við Baug að það gæti losað sig við fimmtungs hlut sinn í Northen Travel Holding á hærra verði en hann var keyptur. Að auki fékk Sund sérstaka þóknun fyrir viðvikið, samtals 475 milljónir króna.
Í desember 2006 seldi FL-Group lággjaldaflugfélagið Sterling fyrir 20 milljarða inn í nýtt félag, Northern Travel Holding. Það var í eigu stórra hluthafa Glitnis, seljandans FL, og Fons Pálma Haraldssonar og síðan Sunds, sem var í eigu fjölskyldu Óla heitins í Olís. Hið síðastnefnda lagði til 2500 milljónir og eignaðist um 22% í nýja félaginu. Baugur, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, skuldbatt sig jafnframt til að kaupa aftur bréfin af Sundi, samkvæmt leynilegum baksamningi. Fons stofnaði svo nýtt félag 2008, M21 sem fékk lán hjá Glitni til að kaupa Sunds-bréfin, fyrir 2750 milljónir. Hlutabréfin sjálf voru látin duga sem veð og lánið er enn ógreitt. Sund fékk að auki sérstaka 222 milljóna króna þóknun fyrir ómakið. Mál þetta er til rannsóknar hjá yfirvöldum. Fons bólgnaði út og greiddi eigendum sínum rúma fjóra milljarða í arð, en Fons, Northern Travel Holdins, Baugur og Glitnir eru nú öll farin á hausinn. Skiptastjóra Fons hefur tekist að rekja slóð milljarðanna fjögurra til Lúxemborgar, en síðan ekki söguna meir. Um þá snýst eitt fjölmargra riftunarmála sem hann hefur höfðað. Þetta má allt saman lesa út úr skýrslu endurskoðenda, leynisamningnum sjálfum, lánasamningum og fleiri skjölum. Allt var þetta hluti mikillar viðskiptafléttu þar sem Sterling flugfélagið gekk ítrekað kaupum og sölu, og allir virðast hafa grætt, ja nema Glitnir.
Eftirmáli, þulur les: Ekki náðist í Pálma Haraldsson við vinnslu þessarar fréttar og Jón Ásgeir Jóhannesson vildi lítið tjá sig um málið.”

fékk svar

frá einum borgarfulltrúa, Sjálfstæðiskonu, sem auðvitað ver gjörninginn:

Sæl Hildigunnur,

Sala hlutar OR á HS Orku er í fyrsta lagi vegna þess að OR má ekki skv. úrskurði Samkeppniseftirlits ekki eiga í félaginu. Í öðru lagi er það okkar mat að verðið – sem miðað við eignamat ýmissa eigna eftir hrun er mjög gott – vel ásættanlegt. Í þriðja lagi er það okkar skoðun að á tímum sem þessum verði Orkuveitan að einbeita sér að kjarnastarfsemi sinni sem er að sinna þörfum borgarbúa og annara veitunotenda vegna rafmagns og vatns.

Mikilvægt er að minna á að HS Orka á ekki neinar auðlindir og ekki verið að selja þær út úr landi. Verið er að selja til íslenskra og erlendra fjárfesta aðgang að nýtingu auðlinda sem lúta íslenskum lögum og reglum. Hægt er að færa rök fyrir því að erlent fjármagn geti ýtt framkvæmdum hraðar af stað og hjálpað íslensku efnahagslífi að koma framkvæmdum af stað og fjölga störfum.

Að lokum þá hefur ríkisstjórn Íslands öll vopn í höndum sér ef þeir vilja fyrirbyggja að auðlindir séu leigðar þessu fyrirtæki, bæði í gegnum lög og reglur á þingi og í gegnum þá banka sem nú eru í ríkiseigu og eiga í þeim félögum sem eiga meirihluta í HS Orku. Meðal annara þátta getur ríkið breytt reglum um auðlindagjöld af notkun þessara auðlinda og lengd leigutíma.

Ég bendi þér á mjög skýra grein um lög og reglur í þessu máli í Morgunblaðinu í dag eftir Böðvar Jónsson og Árna Sigfússon.

Kærar þakkir fyrir bréfið,
Þorbjörg Helga

(væntanlega tekur hún ekki illa í það þó ég birti bréfið, enda væntanlega staðlað svar við mörgum samskonar póstum)

Ég sendi til baka eina spurningu:

Sæl og takk fyrir svarið

Hvað kemur mikið erlent fjármagn inn í landið, þegar fréttir herma að megnið af fénu sé tekið að láni hér á landi? Eða er það ranghermt?

bestu kveðjur

Hildigunnur

ansi er ég hrædd um

að hún Silja Bára hafi hitt naglann beint á höfuðið hér. Þó súrt sé.

þjóðfundur

hei, mér líst vel á þennan vef. Kíkið endilega, maður getur skráð sig þarna inn á flettismettiaðganginum sínum. Spurning um að velja einstaklinga, kannski hefur þetta einhver áhrif innan flokkanna ef nægilega margir skrá sig þarna inni og merkja við hvað þeir vilja.

söngvarar

fjölmennið á morgun á Austurvöll og í gönguna, til stendur að syngja Vísur Vatnsenda-Rósu og Maístjörnuna í upphafi fundar og svo þjóðsönginn í lokin. Ég kemst víst ekki, bæði yngri börnin eru að spila á tónleikum (gaaah, setja vídjóvélina í hleðslu á eftir!), þar af Freyja útskriftarlag úr bók. En mætið endilega sem flest, vön eða minna vön.

Já. Klukkan hvað segið þið? 14:45 niðri við sviðið…

það má einhver vel hrekja

þessa grein fyrir mér – ef hægt er.

Frekar scary dæmi.

sambaráttufólk

að koma í mat, en við erum nú samt að spá í að hafa þetta að mestu kreppulaust kvöld. Gott af því, svona af og til.

Svo er ég búin að bóka mig í Austurvallarsöng síðdegis á morgun. Drekinn situr nefnilega enn á gullinu…

flautum

þegar við keyrum fram hjá Seðlabankanum þessa dagana.

Ég mun reyna að krækja eins oft framhjá bankanum og ég get, þegar ég verð á bílnum. Einn hringur tekur ekki svo langan tíma.

Daaavíð

ég óttast eigi, afl þitt né valdið gilt…

Ríflega tuttugu manna Kammerkór Þjóðkórsins söng yfir Seðlabankastjórninni áðan og svei mér þá, fyrsta frétt í hádegisfréttum RÚV var um að Eiríkur sé líka að hætta.

Þetta kemur væntanlega í fréttum, það voru nánast jafnmargir fréttaljósmyndarar og vídjótökumenn og við vorum sem sungum. En það er ekki rétt sem kom fram í útvarpinu í morgun að við höfum viljað jarða bankaSTJÓRANA, heldur var það bankaSTJÓRNIN, ekki alveg sami hluturinn.

á morgun klukkan tólf

mæting, allir sem raddböndum og nótum geta valdið, fyrir framan Seðlabankann (Arnarhólsmegin), tveir jarðarfararsálmar sungnir til að jarða bankastjórn. Sungið verður í röddum. Nótur hér og hérna, (pdf format).

áróðursmaskínan

fékk þetta bréf áðan, sjálfsagt að birta:

Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með fréttum að áróðursvél Sjálfstæðisflokksins var formlega ræst tveim mínútum eftir stjórnarslit þegar að Geir hvað upp þann dóm að Samfylkingin væri í tætlum. Flestir hafa eflaust átt von á að vélin færi í gang og mundi malla á sambærilegum snúning og þekkst hefur en sennilega áttu fæstir von á hversu hatrammlega henni er teflt fram.

Hæfileika Sjálfstæðisflokksins til þess að endurskrifa söguna sér í hag þekkja allir. Þar fer saman sannleikur í bland við lygi sem skilar svo tilætlaðri niðurstöðu. Er þessi aðferð vel þekkt út um allan heim og hefur viðgengist í þúsundir ára.

En hversvegna er vélin á svo miklum snúning eins og raun ber vitni? Ástæðan er afar einföld. Sjálfstæðisflokkurinn sér fram á að missa öll völd í samfélagi sem þeir hafa meira og minna stýrt í 50 ár. Það er þessi valdamissir sem þeir geta ekki sætt sig við. Sjálfstæðisflokkurinn hefur komið sér upp valdmannakerfi sem er vel dreift í allar stofnanir þjóðfélagsins, svo vel að jafnvel eftir að þeir missa völdin formlega þá haldi þeir hluta þeirra á bakvið tjöldin. Þetta hefur berlega komið í ljós með opinberum ummælum embættismanna sem hliðhollir eru sínum flokki. Valdhroka Sjálfstæðismanna virðast ekki vera nein takmörk sett.

Með hroka og yfirlæti tjá þeir lýðnum að þeir viti best hvað hentar fólkinu í landinu. Ofurtrú þeirra á eigin ágæti dylst engum. Þrátt fyrir að Ísland sé tæknilega gjaldþrota halda þeir áfram og boða meira af því sama. Orkulindir og sjávarútvegur okkar eru þau hálmstrá sem þeir halda í og segja að sé grunnstoðir sem munu ná okkur út úr núverandi aðstæðum með þeirra hjálp. Þeir segja hinsvegar ekkert um það að þessar tvær greinar eru í raun tæknilega gjaldþrota og geta ekki skapað nokkrar tekjur næstu 10 árin. Grunnstoðirnar eru það yfirveðsettar að það er óljóst hver á þær í dag þ.e. Íslendingar eða útlendingar.

Eina mögulega mótvægið við þessar gjaldþrota hugmyndafræði er búsáhaldabyltingin. Hefur hún nú tekið sér frí frá mótmælum til þess að gefa núverandi valdhöfum möguleika á að leiðrétta stöðuna. Það er hinsvegar algjörlega óljóst hvort að það náist. Sá kostur sem fólk virðist binda hvað mestar vonir við er Stjórnlagaþing en Sjálfstæðisflokkurinn er á móti þeim hugmyndum að öllu leiti og munu þeir beita sér hatrammlega gegn þeim.

Það er því skylda allra áhugamanna um hávær búsáhöld að mótmæla kröftuglega við landsfund Sjálfstæðisflokksins þann 26. – 29. mars í Laugardalshöll.

vaaá

Sögusögnin um þetta kom upp í sushiboðinu hér heima fyrir hartnær tveimur vikum en þá áttu bílarnir að vera að koma frá Rotterdam og skip að bíða eftir þeim.

Við tékkuðum á skipaferðum og fannst þetta ekki geta passað. Hins vegar skoðuðum við ekki Danmörku.

Ef þetta hefði komið til framkvæmda hefði heldur betur hitnað í kolunum hér, þetta hefði verið opinber stríðsyfirlýsing lögreglunnar við fólkið í landinu. Björn Bjarnason og Stefán Eiríksson eiga heiður skilinn fyrir að hafa stöðvað þetta rugl.

faaaaallin

með fjóra komma níu.

Húrra!

Nú er bara, hvað tekur við? Pant stjórnlagaþing…

upprifjun

ansi skemmtileg:

heh, kjaftæði!

alveg er þetta ótrúlega gott dæmi um hið fasta tak sem gamli hugsunarhátturinn hefur enn á fjölmiðlum og ýmsum öðrum.

Fyrirsögnin: Stjórnarskipti breyta engu.

Fréttin:
‘Fjármálasérfræðingar segja, að mannaskipti í embætti forsætisráðherra á Íslandi muni ekki hafa áhrif á stöðu íslensku krónunnar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum…’

Hvaða máli skiptir það? Eða enn frekar, er það ekki bara fínt? Við vitum vel að ný stjórn hefur engar töfralausnir, þær eru bara einfaldlega ekki til. Það sem núverandi stjórnvöld eru að hóta okkur er að allt fari fjandans til, ef skipt verður um stjórn, ekki satt?

austurvöllur

á eftir.

Viðrar vel til mótmæla í dag…


bland í poka

teljari

  • 375.556 heimsóknir

dagatal

janúar 2023
S M F V F F S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
293031  

sagan endalausa