Freyja er á kammermúsíknámskeiði alla þessa viku, fullt af pólskum krökkum og fjórir kennarar með þeim hér á landi, og svo Kammerklúbburinn (sem Freyja er í), allt hluti af stóru verkefni (styrktu af vonda ljóta Evrópusambandinu), hef sagt frá því hér áður, 20 krakkar héðan og einn kennari fara til Póllands á námskeið, tvö skipti, og svipað í hina áttina. Freyja fór út í september.
Nema hvað, úr því nú er hópur hér stöndum við Kammerklúbbsforeldrar á haus við að hjálpa til og í dag var ég búin að lofa að baka eitthvað kaffimeðlæti, helst íslenskt, ég skelli í rúsínulummur. Svo fer ég á kóræfingu, þegar ég er búin þar rýk ég heim og næ í lummuhlaðann, hrifsa krukku af heimagerðri rabarbarasultu úr ísskápnum og beint á tónleika hjá íslensk/pólska samstarfinu.
Tónleikar búnir, ég sæki teskeið og opna sultukrukkuna til að hræra í sultunni.
Vill til að ég tek eftir því hvað sultan er eitthvað óvenjuleg í laginu (þeas skrítin áferð á henni) þannig að ég bauð ekki upp á rúsínulummur með rauðrófuchutney…
Nýlegar athugasemdir