Sarpur fyrir 6. ágúst, 2008

heimskur heimskari

haldið þið ekki að við höfum lent á öðrum svipuðum núna áðan. Nema bara enn grófari.

Erum að koma af Skúlagötunni inn á Snorrabraut, bíll á eftir okkur, við förum fyrst á hægri akrein og síðan beint á þá vinstri, bílstjórinn á eftir okkur ekki á miklum hraða en væntanlega á leiðinni að gefa í. (Þurfti ekkert að bremsa). Nema hvað, hann verður þetta litla brjálaður, flautar á okkur, keyrir svo alveg í afturendanum á okkur alla leið út á Tryggvagötu þar sem hann tekur framúr með látum, keyrir nokkurn veginn eðlilega alla leið að Búllunni, þar sem hann klossbremsar, 2-3 bíllengdum fyrr en hann hefði þurft, greinilega meiningin að við færum aftan á hann. Sem betur fer eru bæði viðbrögð Jóns í lagi og nógu langt milli bílanna til að hann náði auðveldlega að stöðva bílinn.

Þá tók hann af stað á ljósum, keyrði löturhægt, væntanlega að reyna að fá okkur til að taka framúr, ekki bitum við á það agn (enda ekki eins heimsk), þar til hann nennti þessu ekki lengur og spýtti í, áfram. Beygði svo aðra leið en við út af hringtorginu við Ánanaust/Mýrargötu, good riddance.

Einhvern veginn er ég ekki sérlega hissa á því að viðkomandi hafi verið með nýlegan bíl sinn kolklesstan að framan…

frekja og heimska

verð að vísa í færslu bóndans um frekan jeppagaur í umferðinni í gær. Vona hann lesi þetta.

Reyndar ótrúlega margir sem virðast ekki geta skipt um skoðun í umferðinni, ég ÆTLAÐI að beygja hér til vinstri – sama hvað röðin er löng, í stað þess að fara kannski einum gatnamótum lengra, eða örlítið aðra leið.


bland í poka

teljari

  • 373.922 heimsóknir

dagatal

ágúst 2008
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa