Archive for the 'matur' Category

grænmetisæturnar gabbaðar

Síðastliðið sumar buðum við hér heima nýsjálenskum merkismanni sem var í heimsókn á landinu í hádegismat og spjall. Kunningi minn hafði áhuga á að hitta manninn og spurði hvort hann mætti koma líka, þá ásamt Bandaríkjamanni sem var í heimsókn hjá honum og síðan syni hans.

Sjálfsagt mál, the more the merrier.

Pælum svolítið í hvað við eigum að hafa í matinn, Nýsjálendingar eiga lamb og fisk jafngott og við (eins gott að Jón Bjarnason og Guðni Ág lesi ekki bloggið mitt!) þannig að varla þætti honum nýnæmi í slíku. Ákveðum að hafa piadine, ítalskar pönnukökur sem við gerum og höldum mikið upp á. Aðalskyndibiti Emilia Romagnahéraðsins.

Fólkið mætir á svæðið, við erum búin að gera pönnukökudeigið og rúlla út kökunum þannig að þær eru tilbúnar til steikingar. Við bjóðum upp á tvenns konar fyllingar, annars vegar parmaskinku, mozzarella og klettasalat og svo hins vegar gullost og hunang. Ég tel þetta upp fyrir fólkið og þeir bandarísku biðja báðir um ostinn því þeir séu grænmetisætur og borði alls ekki kjöt (nokkuð sem þeir höfðu ekki tilkynnt um fyrirfram – eins gott að ég var ekki með lamb eða fisk).

Píadínurnar líka feikivel, allir borða með bestu lyst og biðja um meira. Sá bandaríski hrósar kökunum og spyr hvað sé í þeim. Ég: Já þær eru mjög einfaldar, bara hveiti, salt, vatn og… Olía! Olía!

Þeir voru sem sagt búnir að úða í sig svínafeitinni sem verður að vera í þessum kökum til að bæði bragð og áferð sé rétt. Og alveg pottþétt án þess að verða meint af. Ég fattaði þetta alls ekki fyrr en ég fór að lýsa innihaldinu.

En þeir geta sjálfum sér um kennt að láta ekki vita fyrirfram.

étið

páskaeggsræfillinn minn, númer 4, náði að klárast í dag. Voðalega stolt af sjálfri mér hvað mér tókst að treina það lengi. Þar til ég mundi eftir því að ég er reyndar ekkert sérlega mikill nammigrís. Savoury, that’s me.

Úrbeinuðum kalkún í fyrsta skipti fyrir fjölskylduveislu á páskadag, fuglinn er bráðfyndinn svona flatur. Þarf að henda inn myndum.

Skrítið annars að byrja að kenna aftur, það er svo stutt eftir af skólunum mínum fram að sumarfríi að mér fannst varla taka því, gæti eiginlega ekki verið að það væri venjulegur kennsludagur. Ekkert eftir nema skrifleg tónheyrnarpróf í næstu viku (argh, á eftir að setja inn einkunnir! reminder to self í fyrramálið!).

Næsta vika verður hektísk, þrennir tónleikar í Hörpu og æfingar fyrir þá. Get ekki beðið.

pylsur, beikon…

Fagna innilega nýjustu viðbót í matarmenningu Reykvíkinga, hef lengi pirrast yfir því að það sé ekki hægt að fá almennilegt beikon hér og ef nýjar pylsur komu á markaðinn voru það nánast undantekningarlaust afbrigði af vínarpylsum.

En ekki lengur.

Eins og fólk hefur kannski séð er komin þessi frábæra búð á Laugalækinn, gourmethorn Reykjavíkur, þar eru fyrir Frú Lauga (fastur viðkomustaður nú þegar) og fínasta ísbúð ásamt bakaríi. Núna hefur semsagt bæst við búð með alvöru kjötvörum, margar tegundir af pylsum bæði ferskum og reyktum, til að borða heilar eða í sneiðum, nokkrar mismunandi skinkutegundir og beikonið! maður minn! þykkar handskornar vel reyktar sneiðar og þarna er sko ekki vatnssprautað.

Það besta er að þetta er ekki einu sinni neitt sérlega dýrt. Beikonið til dæmis kostar ekki nema 1963 krónur kílóið.

Nei, ég á ekki hlut í búðinni þó ég sé að auglýsa – en ég vil veg hennar sem allra mestan svo hún fari nú örugglega ekki á hausinn. Hef reyndar ekki stórar áhyggjur af því, alltaf þegar ég hef komið er alveg slatti af fólki þar inni (nema reyndar einu sinni þegar ég datt inn klukkan 11 um morgun og spjallaði góða stund við annan eigandann).

Sjá nánar hér.

besti bógur ever

jamm, vorum með marokkóskan lambabóg í matinn, tókst ótrúlega vel. Henti uppskriftinni á brallið, hér ef einhver vill kíkja.

Veit samt ekki hvort ég þori í leikfimina í fyrramálið eftir þessa svakalegu helgi. Rauðvín á föstudaginn, samlokur frá Saffran (NAMMI) í hádeginu á laugardag, snilldar matarboð á laugardagskvöldinu (takk fyrir okkur enn og aftur bfrb).

Og svo þetta í dag, úff…

bleikt ekki samt .is

er í æsvei banni eins og ýmsir.

bara smella inn jái, það heldégnú…

mikið þarf annars að hugsa um eitthvað annað til að lifa hér af!

var boðið í þemamatarboð um daginn, upp úr myndinni um Júlíurnar tvær. Snilldarboð með bleiku þema, nánast allur matur og allt var bleikt og/eða rautt.

Nokkrar myndir fylgja og það má öfundast…


fordrykkur


rósagrautur


borðskreyting


aðalrétturinn


milliréttur


eftirréttur (hvers vegna fundu þær ekki bleika sítrónu? skil ekkert í þessu!)


og kaffi og konfekt.

Verst að myndirnar eru teknar á símann og eru ekki alveg nógu góðar. Verður að hafa það bara.

óli bróðir vann

humarsúpan hans í gær var mun betri en mín um daginn…

Hef á tilfinningunni að ég hafi brúnað skeljarnar of lengi, það var orðið beiskt bragð að súpunni, reyndar sama bragð og maður man eftir af svona gamaldags humarsúpum sem maður hefur fengið hundrað sinnum sem forrétt á árshátíðum og álíka. Ekki alveg minn tebolli. Tókst líka að afstýra koníaksslysi, hvað er með þetta koníak-saman-við-humarsúpur? Koníak er fínt, sama með súpuna en ekki saaaaman! Allavega hefur maður oft fengið súpu þar sem kokkurinn hefur ætlað að gera vel og slett fullmiklu koníaki saman við – humarbragðið er svo fíngert að það þarf nánast ekkert koníak til að drekkja því. Sem er synd.

Svo verður ein humarsúpan til í matinn næstu helgi, þá er það sprenglærður kokkur í vinahópnum sem eldar, verulega spennandi að bera saman.

Prófa allavega næst að steikja skeljarnar í ofni eins og Óli gerði í gær, í stað þess að brúna þær svona vel í potti eins og um daginn. Já og takk fyrir mig í gær annars.

(sést ekki greinilega að maður er í átaki að léttast…?)

yfirgengilegur lúxus

já, fórum alveg langt fram úr því sem við nokkurn tímann gerðum fyrir hrun og vorum með trufflusveppi í matinn fyrir familíuna í gærkvöldi. Tja, vorum með trufflusveppi í matnum, reyndar, ég held að ekki nokkur manneskja hafi svonalagað sem uppistöðu í rétti. Enda held ég reyndar ekki að það væri sérlega gott, allt allt of bragðmikið og sérstakt.

Kálfakjöt varð fyrir valinu og já, verst að hafa fengið smekk fyrir svona fokdýru hráefni (nei við keyptum þetta ekki, okkur áskotnaðist dós eftir krókaleiðum).

Uppskriftin er allavega á Brallinu. Fáránlega gott.


bland í poka

teljari

  • 371.493 heimsóknir

dagatal

maí 2020
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa