í gær

í rigningunni var grilldagur starfsmannafélags Samskipa. Við þangað, mesta furða að unglingurinn nennti að koma með, en það gerði hún.

Flott grill, svín, kjúklingur, lamb, pylsur, tvenns konar kartöflusalöt og pastasalöt, sósur og annað meðlæti. Takk fyrir okkur.

Á staðnum var veltibíll, við fórum öll í hann, krakkarnir oftar en einu sinni. Svo skemmtilegt þótti mér það nú ekki, rak hausinn í loftið/vegginn beint yfir hliðarglugganum, frekar óþægilegt. Fyndið samt að hanga svona með hausinn beint niður. Gocart bílar voru líka á svæðinu, krakkarnir fóru nokkra hringi þar og skemmtu sér gríðarvel, þrátt fyrir rigninguna. Rennblautum hoppuköstulum var hins vegar sleppt alveg.

Sama með siglingu, Landsbjörg var þarna með stóran bát, okkur fullorðna fólkið langaði í siglingu en börnin strækuðu öll á því. Skil ekkert í þeim, reyndar á Fífa til pínu sjóveiki en ekki hin (hún var alveg til í að bíða bara eftir okkur).

Dauðsé hins vegar eftir því að hafa gleymt myndavélinni heima. Ógleymanlegur einbeitingarsvipurinn á Finni í gocart bílnum sínum.

2 Responses to “í gær”


  1. 1 Anna Sigríður Hjaltadóttir 2008-08-31 kl. 14:15

    Enginn er verri þótt hann vökni og ef allir eru ákveðnir í að njóta stundarinnar og skemmta sér, hvernig svo sem veðrið er, þá getur fátt klikkað og komið í veg fyrir góðar stundir. Leitt samt að þið foreldrarnir komust ekki í siglingu.

  2. 2 hildigunnur 2008-08-31 kl. 14:23

    Jamm, næst bara. Hefði verið veðrið sem er í dag hefðum við ekkert látið krakkana ráða þessu 😀


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.798 heimsóknir

dagatal

ágúst 2008
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: