smátt og smátt, kúrsarnir í LHÍ búnir í ár, fyrir utan tónsmíðaeinkatímana, Messías búinn (muuuu, reyndar) ásamt tónleikum áhugamannabandsins, get ekki verið með í verkefnum kammerkórs Dóm núna fyrir jólin þannig að er komin í bæði kór- og hljómsveitarfrí. Semsagt eiginlega bara kennslan eftir hádegi á mánudögum og miðvikudögum eftir, fyrir utan íhlaupavinnu ýmiss konar.
Þýðir reyndar eiginlega bara að ég hef smá tíma núna til að setja kraft í tónsmíðaverkefnið fyrir Fílharmoníu. Sem er hið besta mál. Búin með (og búin að skila) upphafs- og lokaköflum, annar kaflinn mjög langt kominn og þriðji líka en tveir nánast alveg eftir.
Annars bara heitt kakó, maltesín og smákökur frá Fróni frænda og jólakort frá Knúzinu.
Nýlegar athugasemdir