Sarpur fyrir 31. ágúst, 2008

okkur systrunum

þótti merkilegt í gær að við höfðum báðar tekið upp á því fyrir örfáum dögum að lesa sjöundu Harry Potter bókina í annað skiptið – og kláruðum báðar í gærmorgun. Algerlega án samráðs. Ég var búin að vera að slúbbertast í óratíma með sjöttu bókina á náttborðinu, Jón Lárus að lesa þá sjöundu, en þegar ég tók til við það aftur, tók það ekki nema örstuttan tíma. Hallveig hins vegar gleypir í sig bækur og sjónvarpsefni á milljón á meðan á hreyfihömlun stendur. Samt magnað að vera svona samferða, lásum hinar bækurnar í kapp, sjöttu bókina sitt á hvorum sólbekknum í Rimini forðum daga, sjöundu á leið heim frá Ítalíu (keypta á Stanstead flugvellinum, fékkst ekki þar sem við vorum á Ítalíu).

Höfum reyndar verið áhangendur seríunnar síðan fyrsta bókin kom út, áður en þetta varð að svona eðaldellu. Maður er stoltur af því – eins og að hafa hlustað á Björk og fílað, frá því áður en hún varð fræg…

maðurinn minn

er mjög bjartsýnn maður.

Matarboð í kvöld, en svona um hádegið dettur honum í hug að það gæti verið sniðugt að skjótast í Esjugöngu með stelpurnar (ekki mig, ég er lítið fyrir príl). Leggja af stað, ja svona tvö til þrjú, fara aðeins út og mála húsið fyrst. Ég: Hmm, spurning um að fara nú allavega ekki seinna en tvö? Hvað tekur þetta langan tíma? Jú svona 2-3 tíma, ekki málið. Fífa neitaði, sagðist þurfa að læra en Freyja dró vinkonu með sér og svo fór pabbi líka.

Nú er klukkan rétt að verða hálfsjö, gestir boðaðir klukkan sjö og síðustu fréttir boðuðu að þau væru á leiðinni niður af fjalli. Hehe. Vill til að gestirnir eru mamma og pabbi og tengdó, minnsta málið að hringja í tengdó og seinka boði um kortér-hálftíma og pabbi þarf víst að fara og sækja mömmu þegar þau koma niður.

Góóður :>

Paul Hunt 1981 Uneven Bars

fundið hjá Parísardömu (best að segja frá því hvar maður stelur)

Vodpod videos no longer available.

more about "Paul Hunt 1981 Uneven Bars", posted with vodpod

í gær

í rigningunni var grilldagur starfsmannafélags Samskipa. Við þangað, mesta furða að unglingurinn nennti að koma með, en það gerði hún.

Flott grill, svín, kjúklingur, lamb, pylsur, tvenns konar kartöflusalöt og pastasalöt, sósur og annað meðlæti. Takk fyrir okkur.

Á staðnum var veltibíll, við fórum öll í hann, krakkarnir oftar en einu sinni. Svo skemmtilegt þótti mér það nú ekki, rak hausinn í loftið/vegginn beint yfir hliðarglugganum, frekar óþægilegt. Fyndið samt að hanga svona með hausinn beint niður. Gocart bílar voru líka á svæðinu, krakkarnir fóru nokkra hringi þar og skemmtu sér gríðarvel, þrátt fyrir rigninguna. Rennblautum hoppuköstulum var hins vegar sleppt alveg.

Sama með siglingu, Landsbjörg var þarna með stóran bát, okkur fullorðna fólkið langaði í siglingu en börnin strækuðu öll á því. Skil ekkert í þeim, reyndar á Fífa til pínu sjóveiki en ekki hin (hún var alveg til í að bíða bara eftir okkur).

Dauðsé hins vegar eftir því að hafa gleymt myndavélinni heima. Ógleymanlegur einbeitingarsvipurinn á Finni í gocart bílnum sínum.

What is McCain Thinking? One Alaskan’s Perspective. « Mudflats

haha, þetta er eitt af svörunum við færslunni sem ég tengdi á áðan:

 

JHancock (15:32:44) :

Does anyone know if she ever went to college?

It’s unbelievable that the rightwing nuts are comparing her to Carter. He was a naval officer and a nuclear engineer. This woman is from Nowheresville. This has to be a joke. In the debates it will be Obama/Biden vs Dumb and Dumber.

For once the Libertarians have a shot at coming in second.

What is McCain Thinking? One Alaskan’s Perspective. « Mudflats.

partí

hér uppi (gaad, hvað er með drenginn, partí orðin hér annan hvern mánuð !)

Þess virði að rifja upp grikkinn sem ég gerði honum árið 2004 hér.


bland í poka

teljari

  • 373.923 heimsóknir

dagatal

ágúst 2008
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa