Sarpur fyrir maí, 2009

fermingardagur

hún elsku frænka mín, Þorgerður María fermist í dag.

Mikið súrt að geta ekki verið með henni, en yngri börnin eru á Egilsstöðum sem fulltrúar Njálsgötugengisins.

Innilega til hamingju með daginn, Þorgerður mín!

frábær grein

ég er að hugsa um að fara að beita þessum aðferðum á krakkana. Höfum reyndar gert hluta af þessu, bara ekki markvisst.

Væntanlega er það ekki of seint.

urrg

upptakan af Sinfóníutónleikunum síðan í gærkvöldi er ekki á netinu 😥 Þetta voru þeir af tónleikum hljómsveitarinnar sem mig langaði allra mest til að fara og hlusta á, en ég varð jú að vera á fjáröflunartónleikunum fyrir ferð Grallaranna til Tékklands.

Vonandi er bara verið að safna saman tónleikum af Listahátíð til að spila í útvarpinu í sumar einhvern tímann.

(þetta er önnur útgáfan af þessari færslu, hin ákvað að birtast bara ekki neitt. Sjáum til hvort þetta verður í tvítaki)

móðir mín

já, tvöföld merking þessa titils núna, hún mamma bara stjórnaði einum albestu barnakóra landsins fyrr og síðar – ég er með upptöku hér af verkinu Móðir mín í kví, kví, eftir Jón Ásgeirsson. Segi verki ekki útsetningu þar sem þetta er mikið meira en bara útsetning á þjóðlaginu.

Núna í kvöld var ég á ljómandi góðum tónleikum hjá Gradualekórnum sem er á leið í keppni í Tékklandi. Sungu meðal annars þetta verk, mjög flott og vel flutt hjá þeim, alveg toppur barna- og unglingakórstarfs hér núna.

Þessi gamla upptaka af verkinu er bara svo miklu betri…

mislestur

var að keyra framhjá klósettturninum við Hallgrímskirkju áðan, þar er auglýsing, byrjar á Reyk-eitthvað, ég las Reykvíkingar.

Svo var annað orð undir.

Drepa…

hei og svo

vann Barcelóna leikinn sem ég horfði ekki á í kvöld, þar sem ég var á aðalfundi Tónverkamiðstöðvar (gekk snurðulaust) og við skáluðum í freyðivíni og átum jarðarber, þar sem safnið fór ekki forgörðum í brunanum í mars…

er að verða

pínulítið þreytt á þessu ofnleysi. Tja reyndar eiginlega svolítið mikið pirruð.

Heyrðum loksins frá rafvirkjanum og þessi teikning sem við fengum í hendurnar bara hreinlega dugir ekki til. Svo sem eins og við þóttumst vera búin að finna út.

Hann sendi eiganda Kokku póst og ég vona að hún sé að reyna að finna út úr þessu fyrir okkur. Höfum samt ekki heyrt neitt frá henni – gæti verið að hún hafi reyndar ekki gert reply to all.

Hlýtur að vera hægt að finna út úr þessu. Ekki reikna ég með að neinn sé að henda 60 cm gaseldavél með rafmagnsofni, frá Ilve til að við getum hirt úr henni stykki…


bland í poka

teljari

  • 371.383 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa