okkur systrunum

þótti merkilegt í gær að við höfðum báðar tekið upp á því fyrir örfáum dögum að lesa sjöundu Harry Potter bókina í annað skiptið – og kláruðum báðar í gærmorgun. Algerlega án samráðs. Ég var búin að vera að slúbbertast í óratíma með sjöttu bókina á náttborðinu, Jón Lárus að lesa þá sjöundu, en þegar ég tók til við það aftur, tók það ekki nema örstuttan tíma. Hallveig hins vegar gleypir í sig bækur og sjónvarpsefni á milljón á meðan á hreyfihömlun stendur. Samt magnað að vera svona samferða, lásum hinar bækurnar í kapp, sjöttu bókina sitt á hvorum sólbekknum í Rimini forðum daga, sjöundu á leið heim frá Ítalíu (keypta á Stanstead flugvellinum, fékkst ekki þar sem við vorum á Ítalíu).

Höfum reyndar verið áhangendur seríunnar síðan fyrsta bókin kom út, áður en þetta varð að svona eðaldellu. Maður er stoltur af því – eins og að hafa hlustað á Björk og fílað, frá því áður en hún varð fræg…

6 Responses to “okkur systrunum”


 1. 1 Svanfríður 2008-09-1 kl. 05:52

  Ég hef aldrei lesið né horft á Harry Potter. Maður ætti kannski að prófa og byrja á fyrstu bókinni.

 2. 2 hildigunnur 2008-09-1 kl. 08:09

  Vá hvað ég öfunda þig af því að eiga bækurnar eftir. Ekki horfa á myndirnar fyrst, það er ekkert varið í þær, miðað við bækurnar. Vantar allan húmorinn.

 3. 3 baun 2008-09-1 kl. 12:02

  aldeilis að þið eruð samstiga systurnar.

 4. 4 hildigunnur 2008-09-1 kl. 12:57

  já, svona líka!

 5. 5 Kristín BG 2008-09-2 kl. 10:00

  Bækurnar eru snilld. Hafið þið hlustað á bresku hljóðbækurnar? Það er vanabindandi að hlusta á Stephen Fry lesa og leika persónurnar. Hann er alveg stórkostlegur upplesari. Frábært að hafa á ipod í hjólreiðaferðum.

 6. 6 hildigunnur 2008-09-2 kl. 10:02

  hei, nei, það gæti verið sniðugt, líka í lengri bílferðir (krakkarnir okkar skilja öll ensku mjög vel) Takk fyrir ábendinguna.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.788 heimsóknir

dagatal

ágúst 2008
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: