Sarpur fyrir 15. ágúst, 2008

á maður

að bera í þann bakkafulla?

Hvernig stendur á því að Sjálfstæðisflokknum dettur í hug að leiðin til að auka fylgi sitt í borginni sé að tala við FRAMSÓKN?

Og sama með Bergsson, væntanlega verður það eina sem gerist að flokkurinn þurrkast út í næstu borgarstjórnarkosningum.

Eina manneskjan sem kemur vel út úr þessu, er Marsibil, sem stendur greinilega fast við sannfæringu sína og það sem oddviti flokksins (reyndar Bingi í það skiptið) var búinn að segja, ásamt hinum 100 daga stjórnarliðum, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði grafið sjálfur sína eigin gröf og mætti súpa seyðið af því, þegar Ólafur fór að sýna einræðistaktana. Held reyndar að hún hljóti að vera í vitlausum flokki, ekki nægur tækifærissinni til að vera Frammmari.

lasin

hélt ég hefði kannski étið of mikið af berjum í gær, en ætti það nú ekki að vera gengið yfir, núna seinnipartinn í dag?

Ætla allavega ekki að koma nálægt matargerðinni í kvöld.

litli guttinn hins vegar

situr með æpodd móður sinnar inni í stofu, hlustar á Prokoffieff sinfóníur og les Lifandi vísindi. Efnilegur?

unglingurinn

nú er hún að fara að vinna fyrir sér, hún og nokkrar aðrar úr Gradualekórnum eru á leið upp í Skálholt til að vera æfingakór fyrir kórstjóranámskeið sem stendur þar yfir. Fá fæði, húsnæði og tíuþúsundkall. Ekki slæmt, og örugglega ógurlega gaman.


bland í poka

teljari

  • 373.923 heimsóknir

dagatal

ágúst 2008
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa