Sarpur fyrir 20. ágúst, 2008

urr

hvað er með þessar nýju Nova flash auglýsingar á mogganum. Orðið ólesandi fyrir þessu, fer fyrir textann mjög víða. Setti upp flash block á Firefoxinn en það gerir moggabloggið nánast ólæsilegt. Plííísplísplís, moggabloggarar sem ég les og lesa hér, splæsið nú í að vera auglýsingalaus. Held það sé bara Heiða og Lára Hanna sem eru án auglýsinga, úr mínum moggahring.

kennslan

fyrsti kennarafundurinn í morgun, komst að því að tónfræðakennslan þar byrjar ekki fyrr en 8. sept, sem er snilld, efast um að Suzuki byrji fyrr en þá, heldur. Listaháskólinn byrjar reyndar strax um mánaðamótin.

Það er svo komið nýtt námsefni í tónfræði, ég hlakka til að byrja að kenna það. Tekur eina kynslóð, reikna ég með, byrjum bara á fyrsta bekknum. Spennandi.

Hugsa að Freyja verði ekki hjá mér í tónfræði, sýnist mánudagurinn verða feikinógu langur hjá henni. Sé samt til, ef hópurinn hennar verður á svipuðum tíma gengur það kannski, þetta var svo fjári góður hópur að það er synd fyrir hana að detta út úr honum.


bland í poka

teljari

  • 373.923 heimsóknir

dagatal

ágúst 2008
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa