Sarpur fyrir desember, 2004

Nýi Maltbjórinn frá Agli er bara ári góður. Nær e…

Nýi Maltbjórinn frá Agli er bara ári góður. Nær ekki alveg Andechs, uppáhalds bjórnum mínum ever, en þar sem hann fæst ekki hér, og kemur ekki til þess að fást hér í fyrirsjáanlegri framtíð (þolir ekki flutning né geymslu neitt sérstaklega vel) er gott að finna eitthvað sem minnir mann á hann. Bara vonandi að þetta haldi áfram að fást.

Nei, ég er ekki farin að ganga á birgðirnar fyrir aðra nótt, þessi var keyptur sérstaklega fyrir kvöldið í kvöld 😉

Ég skil ekki hvað fólk þarf alltaf að andskotast ú…

Ég skil ekki hvað fólk þarf alltaf að andskotast út í að áhersla í fréttum hér um þessa hrikalegu atburði í Indlandshafi sé á þá Íslendinga sem eru týndir. Þetta hefur ekkert með það að gera að Íslendingar séu neitt merkilegri en Indónesar eða Balíbúar eða allir hinir sem lentu í þessu heldur er þetta fyrir þá fjölmörgu landsmenn sem eru ættingjar og vinir þessarra landa okkar sem voru á svæðinu.

Maður hefur annars samviskubit yfir að finna ekki meira til með fólkinu en svo að hátíðahöld halda bara áfram eins og ekkert hafi í skorist. Í þessum skrifuðum orðum fer ég nú og hringi í 907-2020. Hvet lesendur til hins sama, hafi þeir ekki gert það nú þegar.

4 1/2 kíló af ossobuco sneiðum komin í hús ásamt l…

4 1/2 kíló af ossobuco sneiðum komin í hús ásamt lifandis býsnum af risottogrjónum, parmaosti og fleiru. Spennandi að búa til svona stóra skammta, við höfum yfirleitt verið með stóra steik í þessum stórboðum.

Keypti hins vegar ekkert snakk fyrir gamlárskvöld, treysti á gestina með það (hint, hint ;-)) Gummi mágur á reyndar sjoppu í Garðabæ og er vanur að koma með helling. Kannski maður kaupi nú samt bjór fyrir byrjun nýja ársins.

Splæsum þremur megaflöskum í partíið, geri aðrir betur. Einni sauternes, einni Barolo og einni góðri kampavín. Spennó.

já og svo vann ég Jón Lárus í Trivial í gærkvöldi,…

já og svo vann ég Jón Lárus í Trivial í gærkvöldi, gerist sko ekki oft, verð að monta mig smá! Hei, Hallveig, er Trivial frá mér heima hjá þér? Fundum ekki nema þessi 2 elstu en eigum pottþétt eitt í viðbót.

Fórum á vínkynningu í gærkvöldi, hann Arnar hjá Ví…

Fórum á vínkynningu í gærkvöldi, hann Arnar hjá Vínum og mat bauð upp á smökkun rándýrra ástralskra vína í samvinnu við Jóa í Ostabúðinni, var með eðalfínar snittur og svo ost hrærðan upp með gráfíkjum og frystan. Snilldarkvöld, ekki ódýrt en vel þess virði. Maður hefði aldrei tímt að kaupa sér neitt af þessum vínum ósmökkuð en við erum að hugsa um að panta amk eina ef ekki fleiri flöskur. Líka búin að ákveða að skipta um forrétt á gamlárskvöld…

Smá öppdeit á sjónvarpssögurnar, tækið svínvirkar …

Smá öppdeit á sjónvarpssögurnar, tækið svínvirkar núna. Það sem betra er (hmm, eða verra, kannski?) er að núna geta sjónvarpið og dvd tækið alveg talað saman, hef ekki heyrt eitt hikst í hljóðinu síðan tækið kom úr seinni viðgerðinni. Betra, jú það er náttúrlega aðallega betra en þetta bendir nú til þess að heilinn hafi allan tímann verið eitthvað bilaður, nokkuð sem þeir hjá Öreind (eða Örend eins og þeir heita á okkar bæ núna) sóru fyrir þegar við vorum að reyna að fá gert við þetta hljóðvesen – á meðan tækið var ennþá í ábyrgð.

Veit ekki hvort ég á að telja það betra eða verra að hafa splæst í heimabíó út af þessu.

Nú er orðið jólalegt í Reykjavíkinni, 3 dögum of s…

Nú er orðið jólalegt í Reykjavíkinni, 3 dögum of seint.

Er með krampa í skafhendinni eftir að hafa skafið af einum og hálfum bíl, fyrst skófum við Jón Lárus af okkar, fórum svo út á flugvöll til að sækja bílinn hans Óla, ég skóf alein af honum. Erfitt að slá á lyklaborðið með litlafingri.

Svo verður borðað heima í kvöld, fyrsta skiptið í 4 daga. Búin að vera jólaboð til skiptis hjá foreldrum okkar, mamma og pabbi bæði á aðfangadag og svo í gær. Ekkert smá. Við eigum okkar boð eftir, ekkert að brjóta hefðirnar svona að ástæðulausu. Alltaf með boð á gamlárskvöld fyrir báðar fjölskyldurnar. Minnir mig á, þarf að hringja í Nóatún og panta kjötið.

sofa, lesa, borða, lesa, sofa svolítið meira, borð…

sofa, lesa, borða, lesa, sofa svolítið meira, borða –

Bókastaflinn hjá Fífu tvöfaldaðist í gær, bættust við Börnin í Húmdölum, Öðruvísi fjölskylda (kom í tvítaki, ein handa Freyju, verður skipt), Birta (trúlega líka skipt, Fífa er ekki komin á ástarvelluunglingabókaaldurinn, hnussaði í henni þegar hún las efstu setninguna aftan á bókinni) og svo Stríðið um Trójuborg, sem mér sýnist vera skrifuð sem söguleiðrétting á myndinni Troy.

Ég kláraði Molly Moon í morgun og er núna komin vel á veg með Börnin í Húmdölum. Frábært hvað Fífa er orðinn mikill bókaormur. Hún var nú samt ekki síður ánægð með Sims – Living Large leikinn sem systir hennar fékk…

Letilíf eins og tilheyrir deginum, lagaði reyndar …

Letilíf eins og tilheyrir deginum, lagaði reyndar ís sem ég var búin að lofa mömmu að gera í eftirmat fyrir eitt jólaboðið en orkaði ekki á þorláksmessu og náði ekki í gær. Ekkert sniðugt heldur að vera að eiga við mat fyrir fullt af fólki, þegar maður er með magapest…

Gærkvöldið snilld, vorum í Garðabæ hjá mömmu og pabba, vantaði bara liðið að austan til að fullkomna kvöldið. Litlu krakkarnir urðu reyndar örlítið æst og litla frænka svekkt þegar pakkaflóðið var búið. Freyja kvartaði undan því á heimleiðinni hvað frænkan hefði fengið miklu fleiri pakka en mínir krakkar, áttaði sig ekki á því að seinni hluti flóðsins kemur í dag. Tengdaliðið allt eftir.

Við fengum engar bækur, búhú, huggun harmi gegn að Fífa fékk fullt af góðum bókum sem eru vel lesandi fyrir fullorðna líka. Ljónadrengsbækurnar báðar, Barist við ókunn öfl og Molly Moon 2. Er að verða hálfnuð með Molly Moon, bara skemmtileg.

Klifruð aftur upp í rúm að lesa, bless á meðan 🙂

GLEÐILEG JÓL

GLEÐILEG JÓL

núna ætti ég að vera niðri í bæ að kíkja á mannlíf…

núna ætti ég að vera niðri í bæ að kíkja á mannlífið og fá mér heitt kakó eða rauðvínsglas á Laugavegi einhvers staðar. Skoða flottu ísskúlptúrana hjá Dressman, troðast inn í brjálæðið í MM og svo framvegis. En það gerir maður ekki lasinn í skítakulda. Annars er ég að skríða saman, lagði í pasta með gráðostasósu í kvöldmatinn og svo einn bjór í lokin. Virðist þola þetta.

Sjónvarpið fór aftur á verkstæðið í dag, er komið til baka og virðist vera í lagi. Kemur í ljós í stóra barnaefnismaraþoni á morgun…

Okkur er boðið í skötuveislu í kvöld en ég afþakka…

Okkur er boðið í skötuveislu í kvöld en ég afþakkaði. Ekki það að við borðum ekki skötu og alveg burtséð frá magaveikindum; ég er hætt að gera þau mistök að hreyfa bílinn eftir svona klukkan 4 á Þorláksmessu. Fórum einu sinni af bæ á bílnum á Þorláksmessukvöld, vorum 3 kortér að komast frá Snorrabraut heim til okkar vestast á Njálsgötunni (uppi við Klapparstíg). Aldrei aftur!

Lesendur, ef þið ætlið ykkur að kíkja í stemninguna á Laugaveginum í kvöld (nokkuð sem ég mæli með af öllu hjarta), takið nú leigubíl eða strætó. Er ekki frítt í strætó í dag, eins og venjulega á Þorlák?

Hananú, hefndist mér fyrir að hía á litlusystur hé…

Hananú, hefndist mér fyrir að hía á litlusystur hér fyrir nokkrum dögum. Hún hafði náttúrlega misst heila helgi úr jólaundirbúningi, var með skemmtilegu gubbupestina sem er að ganga. Nú er ég náttúrlega komin með magapest 😦 Held nú reyndar að það sé ekki sú sama, en hér ligg ég nú samt sem áður. Tja, drattaðist reyndar með stelpurnar að spila fyrir litla bróður sinn og hina leikskólakrakkana, draugföl. En restin af deginum nýtist trúlega takmarkað, kannski get ég pakkað inn.

Og ég sem ætlaði í Þorláksmessuboðið hennar Nönnu í ár eins og í fyrra. Súrt.

sjónvarpshryllingsóperan heldur áfram. Komin me…

sjónvarpshryllingsóperan heldur áfram.

Komin með stóóóra þuuuunga sjónvarpið heim aftur og nú virkar ekki fjarstýringin og stafirnir detta ekki af skjánum (ss. EXT 1 eða STEREO eða eitthvað) Stundum hverfur myndin líka. Við erum í fýlu 😦

rændi þessari af síðunni hennar Fríðu Bjarkar, nok…

rændi þessari af síðunni hennar Fríðu Bjarkar, nokkuð góð:

Búið að taka til í aðal augnþyrninum í húsinu, bók…

Búið að taka til í aðal augnþyrninum í húsinu, bókaskápnum í skrifstofunni. Orðinn voða fínn, engar hrúgur ofan á bókunum og geisladiskarnir í snyrtilegri röð. Úrklippusafnið mitt er hins vegar í tómu tjóni, þarf að spá í hvernig hægt sé að koma því á viðunandi form. Hmm, skanna, kannski? Langar samt ekki til að farga blöðunum.

urrr! Sjónvarpið mitt er í viðgerð, hálft ár …

urrr!

Sjónvarpið mitt er í viðgerð, hálft ár síðan það datt úr ábyrgð að sjálfsögðu. Heilinn farinn, kostar þrjátíu þúsundkalla að gera við draslið. Ákváðum nú samt að splæsa í það, sambærilegt tæki sjálfsagt á um 60-70 þúsund, minnst. Endingin samt afleit. Tvö og hálft ár, súrt.

3 jólatré úti í garði hjá mér núna, 2 blágreni og …

3 jólatré úti í garði hjá mér núna, 2 blágreni og 1 rauð, ég pant eiga rauðgrenið 😉 Send með Landflutningum austan af landi, höggvin í fyrradag (frekar en gær), fóru í bílinn seinnipart gærdagsins og hingað komin. Þurftum reyndar að borga undir bíl, ekki fræðilegur að koma þessum flykkjum öllum í bílinn okkar. Minnið mig á að rukka familíuna.

En jólunum sem sagt reddað á Njálsgötu, Ásgarði og Sunnuflöt. Best að koma trjánum í hús svo þau verði ekki horfin í fyrramál.

síðasta jólagjöfin komin í hús, snilld :-) Búið…

síðasta jólagjöfin komin í hús, snilld 🙂

Búið að pakka því sem á að fara út á land. Sörurnar hálfnaðar (baksturinn, sko, ekki átið, eigum eftir að setja kremið og hjúpa), þarf að taka til í skrifstofunni og svefnherberginu og skreyta smá, en þá er þetta bara smollið. Ekkert jólastress á þessum bænum, eitthvað annað en hjá litlusystur hehe.

hmm, þarf reyndar að leita að jólagardínunum mínum, hvar í dauðanum setti ég þær nú í janúar?

Grrr! Mál og Menning tvírukka mig fyrir tæplega 1…

Grrr! Mál og Menning tvírukka mig fyrir tæplega 16 þús kallinum sem ég eyddi þar í gær. Eins gott að vera með stjórn á fjármálunum. Ég kaupi bækur í bókabúðum ekki Bónusum og Hagkaupum en ég er ekki til í að tvöfalda greiðsluna til að styðja bókabúðirnar samt…


bland í poka

teljari

  • 380.714 heimsóknir

dagatal

desember 2004
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa