Sarpur fyrir 11. desember, 2004

Var á æææææðislegum tónleikum áðan, svo ég tali nú…

Var á æææææðislegum tónleikum áðan, svo ég tali nú einhvern tímann um eitthvað annað en mína eigin tónleika á morgun og vandræðin í kringum þá. Já, Jólaóratoría Bachs, fyrri hluti, í Hallgrímskirkju var algjör snilld, kórinn frábær, Eyvi minn bara bestur, að hinum ólöstuðum, maður gat ekki þurrkað brosið af andlitinu meðan hann var að syngja. Mínuspunktar tónleikanna fáir en þó til, sópransólistinn réði engan veginn við verkefnið, og hljómsveitin var ekki alltaf samferða, veit ekki hvort það skrifast á bandið eða stjórnandann. Blásararnir oftast mjög flottir, nema í einni aríunni tókst fyrsta trompet ekki fullkomlega upp, víst mjög skiljanlegt, andstyggilega erfitt að eiga við þessa barokktrompeta. Var samt óhemju fyndið; þegar kaflinn var búinn setti trompetleikarinn lúðurinn niður og leit á hann, ég sá bara fyrir mér The Great Gunzo að kíkja í trompetinn sinn eftir misheppnaðan blástur. Hristist þarna í sætinu eins og vitleysingur, reynandi að hlæja ekki upphátt.

En samt, brill tónleikar, spörkuðu mér inn í jólaskapið. Gott mál.

Haldið þið ekki að fyrsti hornleikarinn sé framtan…

Haldið þið ekki að fyrsti hornleikarinn sé framtannarbrotinn, á að reyna að fixa það í dag, en hann lofaði að koma nú samt á morgun og reyna að spila í þessu. Ekkert smá vesen með hornin. Hún Erla er algjör hetja, spilaði 3. horn af blaði á þriðjudaginn var og svo 2. horn í dag, nefnilega skárra að sleppa 3. horni en 2. ef maðurinn getur ekki spilað á morgun. Takk Erla mín 🙂 Lét mig reyndar lofa því að rétta henni ekki 1. horns partinn á tónleikunum.


bland í poka

teljari

  • 373.923 heimsóknir

dagatal

desember 2004
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa