Sarpur fyrir 29. desember, 2004

4 1/2 kíló af ossobuco sneiðum komin í hús ásamt l…

4 1/2 kíló af ossobuco sneiðum komin í hús ásamt lifandis býsnum af risottogrjónum, parmaosti og fleiru. Spennandi að búa til svona stóra skammta, við höfum yfirleitt verið með stóra steik í þessum stórboðum.

Keypti hins vegar ekkert snakk fyrir gamlárskvöld, treysti á gestina með það (hint, hint ;-)) Gummi mágur á reyndar sjoppu í Garðabæ og er vanur að koma með helling. Kannski maður kaupi nú samt bjór fyrir byrjun nýja ársins.

Splæsum þremur megaflöskum í partíið, geri aðrir betur. Einni sauternes, einni Barolo og einni góðri kampavín. Spennó.

já og svo vann ég Jón Lárus í Trivial í gærkvöldi,…

já og svo vann ég Jón Lárus í Trivial í gærkvöldi, gerist sko ekki oft, verð að monta mig smá! Hei, Hallveig, er Trivial frá mér heima hjá þér? Fundum ekki nema þessi 2 elstu en eigum pottþétt eitt í viðbót.

Fórum á vínkynningu í gærkvöldi, hann Arnar hjá Ví…

Fórum á vínkynningu í gærkvöldi, hann Arnar hjá Vínum og mat bauð upp á smökkun rándýrra ástralskra vína í samvinnu við Jóa í Ostabúðinni, var með eðalfínar snittur og svo ost hrærðan upp með gráfíkjum og frystan. Snilldarkvöld, ekki ódýrt en vel þess virði. Maður hefði aldrei tímt að kaupa sér neitt af þessum vínum ósmökkuð en við erum að hugsa um að panta amk eina ef ekki fleiri flöskur. Líka búin að ákveða að skipta um forrétt á gamlárskvöld…


bland í poka

teljari

  • 373.922 heimsóknir

dagatal

desember 2004
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa