Sarpur fyrir desember, 2006

Gleðilegt nýtt ár allir mínir kæru netvinir og tak…

Gleðilegt nýtt ár
allir mínir kæru netvinir og takk fyrir allt 🙂

Darwin

awards 2006 gjössovel.

þetta

hér er svolítið skemmtileg lesning…

dreymdi

annars í fyrrinótt að ég væri orðin of sein á tónleikana vegna þess að ég fann engin svört föt heima hjá mér. Hafði ekki getað gert prógramm, klukkan alveg að verða átta og ég rótaði og rótaði í skúffum og skápum og fann engin konsertföt. Var farin að átta mig á því að þetta hlyti að vera draumur, svo fáránlegt. Ég veit ekki hvað ég á mikið af svörtum fötum…

Tónleikarnir

í gærkvöldi tókust rosalega vel, full kirkja af ánægðu fólki. Ég held að jólatónleikarnir okkar verði haldnir milli jóla og nýárs héðan í frá, ég efast stórlega um að við hefðum fengið svona margt fólk í stressinu á aðventunni. Allir einhvern veginn rólegir og tilbúnir fyrir tónleika, bæði við og áheyrendur.

Gott að þetta er búið samt, nú er bara að fara að undirbúa sig fyrir stóra áramótaboðið sem við erum alltaf með. Jamm.

Moggabloggið, tilkynning

Hef sett upp síðu á hinu alræmda blog.is svæði. Eina ástæðan fyrir því er að það er óþolandi að kommenta hjá fólki sem er með sínar síður þar.

Eina sem er og verður þar inni er vísun hingað og vísun á síðuna hans Stefáns Pálssonar.

Hér eru svo herlegheitin.

pabbi á ammli

til hamingju með daginn, minn kæri 🙂

tónleikar annað kvöld

plögg #1

Jólatónleikar Sönghópsins Hljómeykis verða fimmtudaginn 28. desember 2006 kl. 20.00 í Seltjarnarneskirkju.

Á tónleikunum mun Hljómeyki flytja jólasálma frá 15. og 16. öld en einnig tónlist tengda jólunum eftir tónskáld 20. og 21. aldar. Þannig hefjast tónleikarnir á hinum velþekkta jólasálmi „Það aldin út er sprungið“ en lýkur á nýlegri útsetningu Hildigunnar Rúnarsdóttur á enska jólalaginu „Ding, dong, merrily on high“. Flutt verða nokkur verk tengd Maríu guðsmóður, meðal annars „Ave maris stella“ eftir Trond Kverno. Auk þess verða fluttar á tónleikunum mótetturnar „O magnum mysterium“ og „Hodie Christus natus est“ eftir franska tónskáldið Francis Poulenc.

Stjórnandi kórsins er Magnús Ragnarsson, en hann tók við stjórn kórsins í haust og eru þetta fyrstu jólatónleikarnir sem hann stjórnar kórnum.

God jul

fra Gertrud, Benny & Oluf Sand ham sjelv

snilldar aðfangadagskvöld

hér heima, tengdafamilían í mat, pakkahrúgan sjaldan verið stærri, Finnur tók smá kast fyrir mat, spennan náði yfirhöndinni en það var bara örstutt, var alveg rólegur yfir matnum og spurði bara tvisvar hvenær allir yrðu nú búnir að borða.

Pakkapakkinn tók um einn og hálfan tíma, litlu ormar alsælir með PS2 leikjatölvuna (sem svo þarf að kaupa minniskubb í svo sé almennilega hægt að leika sér í henni, grrr! Vonandi kostar hann ekki 15 þús…) og Fífa gífurlega glöð með að fá goth fiðluna. Annars fullt fullt af flottum gjöfum, ekki nema þrennt sem þarf að skipta (eitt tvítak, eitt sem var til hér fyrir og einn diskur sem Fífa horfði með furðusvip á frændur sína, að þeim dytti í hug að gefa henni Á móti sól :-D)

Hér annars bara allir á náttfötum fram eftir degi, lesa, spila, borða afganga, bara það sem á að gera á jóladag, ekki satt?

Gleðilega hátíð öll sömul. Vonandi hafið þið það eins gott og við 🙂

Gleðileg jól

Gleðileg jól

og þar fundust

jólagardínurnar. Búálfarnir búnir að skila.

Allt að smella annars, á morgun ekki annað eftir en að þvo gólf í 3 herbergjum, skipta á rúmum og allir í bað. (Jón Heiðar, sleppa næstu setningu) Rauðkálið soðið í fyrramálið (JH má lesa aftur), steikin yfir um fimmleytið. Verður þægilegur aðfangadagur, sýnist mér.

fundið

fann það sem ég fann en fann þó ekki. FÍH sendi mér USB lykil í jólagjöf, fínt, þannig átti ég nefnilega ekki. Skil þetta samt eiginlega ekki, þar sem ég er bara með aukaaðild að FÍH. En ekki kvarta ég.

tapað-fundið

ég finn hvergi jólaeldhúsgardínurnar mínar. Sé mikið eftir því, vona bara að búálfarnir hafi fengið þær lánaðar og muni skila þeim fljótlega. Fékk þær nefnilega frá Þorgerði ömmu minni, heitinni.

hananú. Og nú man ég ekkert hvað það var sem ég fann. Hmmm. Búálfarnir hirt það út úr hausnum á mér líka?

umferðin, maður minn :-O

þarf að fara á æfingu upp í Seljakirkju klukkan 6. Samkvæmt því að Hallveig var klukkutíma heim til sín í Ásgarðinn væri líklega sniðugt hjá mér að fara bara fljótlega að leggja af stað…

neibbs

hljóðdæmin virðast ekki virka í myspace 😦

vídjóvél, jamm.

Annars var ég að tala við Óla bróður um að fá einhvern til að flytja barnaóperuna mína yfir á dvd eða tölvutækt. Óli horfði á mig eins og ég væri fáviti: Ertu ekki að fara að kaupa þér brjálæðislega flotta og öfluga tölvu eftir nokkra daga? Gerir þetta bara sjálf..

úpps 😀

en ss, þegar ég finn út úr því kemur eitthvað þarna inn. Líka kannski eitthvað af PDQ Bach tónleikunum sem við héldum fyrir nokkrum (tja, reyndar nokkuð mörgum) árum.

myspace

var að setja upp síðu, reyndar ekkert inni á henni enn 😀

mig vantar alminlega vídeóvél til að geta tekið eitthvað upp. En hljóðdæmi ætti ég reyndar að geta sett inn, á slatta af þeim. Nennekki núna samt, The Julekalender bíður.

æji

árans plakötin! Er að brenna inni með ein 25 plaköt fyrir tónleikana okkar. Sé fram á að geta sett slík upp í 2 kirkjur á morgun, þar sem ég er að syngja við eina jarðarför og fara á æfingu fyrir aðfangadagskvöld. Ætti nú líka að geta skotist í Hallgrímskirkju, ekki langt. En ég get ekki staðið í því að eyða öllum morgundeginum í dreifingu á plakötum!

Kannski endar þetta bara á því að allir kórfélagar fá fínt plakat til að setja upp heima hjá sér, eftir jól…

muna næst, plaköt nógu snemma til að geta dreift á liðið á æfingu.

víst ekki mjög

auðvelt að gera við þessu nema með heilmiklum tilfæringum. Þannig að reddingin verður að slökkva á öllum jólaljósum meðan uppþvottavélin er keyrð, yfir jólin. Bögg, en verður að hafa það. Að minnsta kosti hægt að kveikja á kertum á meðan, ekki slekkur það á hæðinni.

gersamlega að tryllast

öll efri hæðin mín (mínus eldavél náttúrlega) er á einu 10 ampera öryggi niðri í töflu hjá mér, þar á meðal uppþvottavélin. Ekki gott. Nú eru komin jólaljós út í garð + gyðingaljós í glugga og fjárans vélin er alltaf að slá út hæðinni. Hlakka ekki til þegar ég hengi upp ljósagardínurnar mínar í báða stofugluggana. 100 ljós í hvorn. Paaaabbiiiii! Hjálp! (rafvirki, sko)


bland í poka

teljari

  • 375.561 heimsóknir

dagatal

desember 2006
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa