Sarpur fyrir desember, 2006

Gleðilegt nýtt ár allir mínir kæru netvinir og tak…

Gleðilegt nýtt ár
allir mínir kæru netvinir og takk fyrir allt 🙂

Darwin

awards 2006 gjössovel.

þetta

hér er svolítið skemmtileg lesning…

dreymdi

annars í fyrrinótt að ég væri orðin of sein á tónleikana vegna þess að ég fann engin svört föt heima hjá mér. Hafði ekki getað gert prógramm, klukkan alveg að verða átta og ég rótaði og rótaði í skúffum og skápum og fann engin konsertföt. Var farin að átta mig á því að þetta hlyti að vera draumur, svo fáránlegt. Ég veit ekki hvað ég á mikið af svörtum fötum…

Tónleikarnir

í gærkvöldi tókust rosalega vel, full kirkja af ánægðu fólki. Ég held að jólatónleikarnir okkar verði haldnir milli jóla og nýárs héðan í frá, ég efast stórlega um að við hefðum fengið svona margt fólk í stressinu á aðventunni. Allir einhvern veginn rólegir og tilbúnir fyrir tónleika, bæði við og áheyrendur.

Gott að þetta er búið samt, nú er bara að fara að undirbúa sig fyrir stóra áramótaboðið sem við erum alltaf með. Jamm.

Moggabloggið, tilkynning

Hef sett upp síðu á hinu alræmda blog.is svæði. Eina ástæðan fyrir því er að það er óþolandi að kommenta hjá fólki sem er með sínar síður þar.

Eina sem er og verður þar inni er vísun hingað og vísun á síðuna hans Stefáns Pálssonar.

Hér eru svo herlegheitin.

pabbi á ammli

til hamingju með daginn, minn kæri 🙂


bland í poka

teljari

  • 371.383 heimsóknir

dagatal

desember 2006
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa