Í fyrramálið er fyrst kammeræfing hjá Freyju (9:30-10:15), svo langar Finn til að kíkja á kóræfingu (10:30-12:00, ekki víst að það gangi upp, reyndar), þá er dósasöfnun hjá kórnum hennar Freyju (mæting 11:00), Fífa á að mæta á kammersveitaræfingu líka klukkan 11:00 í Norræna húsinu, tónleikar hjá henni klukkan 14:00. Svo langar mig ógurlega til að kíkja í morgunmat á Sunnuflötina, Þorbjörn í bænum og ma&pa bjóða í morgunmat. Sé ekki alveg hvernig það á að geta gengið upp, því miður. Nóg að reyna að púsla hinu dótinu.
Fífu finnst reyndar að það sé kominn desember aftur, fernir tónleikar næsta hálfa mánuðinn og æfingar fyrir það allt saman. Kammertónleikar á morgun, tvennir Ungfóníutónleikar í næstu viku og strengjasveitartónleikar vikuna þar á eftir. Ég var reyndar búin að fá frí fyrir hana í strengjasveit eftir jól, út af samræmdu prófunum, en fiðluvinkonurnar hálfneyddu hana til að koma aftur, vantaði svo marga. Ekki smá sem þessir krakkar hafa mikið að gera!
Nýlegar athugasemdir