Sarpur fyrir 21. desember, 2004

urrr! Sjónvarpið mitt er í viðgerð, hálft ár …

urrr!

Sjónvarpið mitt er í viðgerð, hálft ár síðan það datt úr ábyrgð að sjálfsögðu. Heilinn farinn, kostar þrjátíu þúsundkalla að gera við draslið. Ákváðum nú samt að splæsa í það, sambærilegt tæki sjálfsagt á um 60-70 þúsund, minnst. Endingin samt afleit. Tvö og hálft ár, súrt.

3 jólatré úti í garði hjá mér núna, 2 blágreni og …

3 jólatré úti í garði hjá mér núna, 2 blágreni og 1 rauð, ég pant eiga rauðgrenið 😉 Send með Landflutningum austan af landi, höggvin í fyrradag (frekar en gær), fóru í bílinn seinnipart gærdagsins og hingað komin. Þurftum reyndar að borga undir bíl, ekki fræðilegur að koma þessum flykkjum öllum í bílinn okkar. Minnið mig á að rukka familíuna.

En jólunum sem sagt reddað á Njálsgötu, Ásgarði og Sunnuflöt. Best að koma trjánum í hús svo þau verði ekki horfin í fyrramál.


bland í poka

teljari

  • 373.922 heimsóknir

dagatal

desember 2004
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa