hittum

Parísardömu, Baun, Hjálmar og skylmingamey í Alþjóðahúsinu áðan, fámennur en góðmennur blogghittingur. Sáum reyndar fleiri bloggara, enda leynast þeir víða.

Umræður fóru um víðan völl, frá borðskreytingum til brúðkaupa, frá ælupestum í útsýni til Esjunnar og hrynjandi flísa af blokkum, Hjálmar sagði að væntanlega fengju spennufíklar framtíðar útrás við að koma með klappstóla, stilla upp við blokkir á Skúlagötunni og setjast og bíða. Væntanlega mun það athæfi kallast Reykvísk rúlletta.

Ógurlega gaman, semsagt.

Í öðrum fréttum kláruðum við Þóra að raða Suzukinemendum í töflu í dag, til þess að gera sársaukalítið – þar til brjáluðu foreldrarnir byrja að hringja vegna þess að ungarnir þeirra voru ekki settir á eina tímann sem upp var gefinn sem mögulegur á stundatöflunni…

4 Responses to “hittum”


 1. 1 baun 2008-08-27 kl. 22:35

  bloggarar eru besta fólk:) takk fyrir mig!

 2. 2 hildigunnur 2008-08-28 kl. 00:35

  jámm, takk sömuleiðis 🙂

 3. 3 Kristín í París 2008-08-31 kl. 08:29

  Og mig! Ég er að skríða aftur í netheima.

 4. 4 hildigunnur 2008-08-31 kl. 09:33

  velkomin til baka.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.761 heimsóknir

dagatal

ágúst 2008
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: