Sarpur fyrir 9. mars, 2007

frumflutningur

já, það er frumflutningur hjá mér á morgun (laugardag). Kennaratríó úr Suzukiskólanum spilar glænýtt píanótríó á tónleikum klukkan 15.00 í Laugarneskirkju. Allir velkomnir, lofa léttum og skemmtilegum tónleikum. Nýja stykkið mjög áheyrnarvænt 😀

mín ansi góð

áðan, var að opna Montes sauvignon blanc hvítvínsflösku, tók okkar fína gasopnara með hettuskera, skar utan af, kippti lokinu af og voilá! flaskan galopin. Skrúftappi…

hrmmm

þetta fer nú að verða fullgróft!

Hef haldið í enetation kommentakerfið mest af þrjósku en þetta gengur eiginlega ekki lengur. Opnast ekki fjárans glugginn einu sinni. Ekki furða þó enginn hafi kommentað í marga daga.

Búin að setja Show comments í Settings hjá mér í Blogger, hvurnig stendur nú á því að þau sýna sig ekki? Ætli sé ekki hægt að vera með bæði inni. Ég tími engan veginn að týna öllum þessum gömlu.

tiltekt

tók til á tenglalistanum. Nokkrir sem hafa ekki skrifað í óratíma fengu að fjúka, einhverjir sem ég er hætt að lesa (ef þið eruð enn þarna inni er ég enn að lesa, þó ég kommenti kannski ekki mjög mikið, væri full vinna að fylgjast með öllum þessum og kommenta).

Nokkur vafaatriði og yfirleitt lét ég viðkomandi njóta vafans, sérstaklega ef ég veit að fólk les samviskusamlega mínar færslur þó það sé afskaplega latt að skrifa (þið vitið hver þið eruð)


bland í poka

teljari

  • 373.923 heimsóknir

dagatal

mars 2007
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

sagan endalausa