maaaatuuuur

þistilhjartnapastakaramellurnar
já, skoðið nú endilega Moggann í dag, mín kæra fjölskylda þar öll til staðar að búa til mat og tala um mat og borða mat. Þessar karamellur eru fáránlega góðar, hellings vesen að búa þær til, bæði verður að búa pastað til frá grunni og svo er alltaf vesen að eiga við þistilhjörtu. Jón Lárus er náttúrlega sérfræðingurinn hér, ég er hreint ekki nógu þolinmóð til að búa til pasta. Yfirleitt eru svona vesenréttir hans sérgrein, ekki mín.

Hvet ykkur samt til að prófa þetta, uppskriftin er hér fyrir utan að vera í Mogganum, náttúrlega.

13 Responses to “maaaatuuuur”


 1. 1 Björn Friðgeir 2007-03-23 kl. 10:43

  Þetta er rosalega flott!

 2. 2 hildigunnur 2007-03-23 kl. 10:45

  takktakk 🙂 Þetta næst þegar þú kemur í heimsókn?

 3. 3 Björn Friðgeir 2007-03-23 kl. 11:06

  Aftur?
  Já já… ég bara hélt þið hefðuð hugmyndaflug?

 4. 4 Björn Friðgeir 2007-03-23 kl. 11:06

  Aftur?
  Já já… ég bara hélt þið hefðuð hugmyndaflug?
  *skríkir af hlátri*

 5. 5 Erna E. 2007-03-23 kl. 11:53

  Þetta er svakalega girnilegt. Ég fékk óheyrilega mikið vatn í munninn við að skoða Moggann.

 6. 6 Eyja 2007-03-23 kl. 12:10

  Namminamm.

  Kemur maukuð kotasæla svipað út og ríkottaostur? Það er svo ferlega erfitt að fá ríkotta hér á landi.

 7. 7 Syngibjörg 2007-03-23 kl. 12:19

  Hlakka til þegar búið er að fljúga og blaði berst mér inn um lúguna.

 8. 8 hildigunnur 2007-03-23 kl. 12:54

  Björn, æi, dmn, þú ert jú einn af mjög fáum sem hefur actually fengið þennan rétt hjá okkur! Sorrí, finnum eitthvað annað 😉

 9. 9 hildigunnur 2007-03-23 kl. 12:55

  Erna, takk.

  Eyja, ekki alveg ósvipað, heldur saltara og súrara samt. En má vel notast við það.

 10. 10 Eyja 2007-03-23 kl. 13:37

  Hmm, held ég verði þá að halda uppteknum hætti og búa sjálf til ostinn í ríkottakökuna mína. Óþolandi alveg, í Ameríku keypti ég ríkottaost í tveggja punda dúnkum sem stóðu í röðum við hlið kotasælunnar og kostuðu svipað. Hérna þarf að veðsetja húsið sitt til að kaupa eina litla 200 g dós.

 11. 11 hildigunnur 2007-03-23 kl. 14:49

  nákvæmlega 😮

  Hvernig býrðu til ostinn? Væri gaman að vita. Einhvers konar síuð súrmjólk, eða hvað?

 12. 12 Eyja 2007-03-23 kl. 15:07

  Ég notast við leiðbeiningar úr bókinni Grænt og gómsætt. Mjólk látin sjóða með smá sítrónusafa og salti. Svo er þetta síað. Í raun mjög einfalt en það þarf þó að standa svolítið yfir þessu, passa að hitinn sé hæfilegur og svona.

 13. 13 hildigunnur 2007-03-23 kl. 16:05

  ókei, takk. Þá bók eigum við og bóndi minn hefur nú aldrei talið eftir sér smá vesen, (eins og kemur fram í greininni)


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.798 heimsóknir

dagatal

mars 2007
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: