Archive for the 'menntun' Category

hóst, snörl, rýt

nei, ég er ekki komin með kvef, eiginlega ætla ég aðallega að hrósa tónleikagestunum í gær.

Það var nefnilega bara hóstað milli fyrsta og annars kafla, bilin milli annars og þriðja og fjórða kafla fengu að vera nánast alveg hóstafrí.

Þagnir í tónlist eru jafnmikilvægar og tónarnir nefnilega. Líka milli kafla í heildstæðum verkum. Áhrifamikil lok kafla, byrjun á næsta er ekki veiðileyfi á líkamshljóð. Milli verka, hvort sem er klappað eða ekki er allt annar hlutur.

Og að fólk skuli ekki fatta að nota tækifærið þegar allt er á fullu í hljómsveitinni, brass og slagverk í gangi, til að losa sig við hóstann og snýturnar, því næ ég bara engan veginn. Þá heyrist nefnilega ekki neitt.

Var einmitt að kenna Finni þetta í gær, hann vildi endilega hvísla einhverju að mér rétt á meðan strengirnir voru með tremoló í pp – stoppaði hann af en leyfði svo næst þegar eitthvað meira var að gerast. Mikið sniðugra og truflar ekki neinn.

Só ðer!

sko bara

hér og hér


(mynd frá okkur en tekin frá mbl.is í bili – enn ekki búin að tengja vélina mína)

útskrift

hún Freyja útskrifast úr þriðju bók á sellóið sitt í dag, undirbúningur undir grunnpróf. Spilar 3 erfið lög á tónleikum. Hún er, ólíkt systur sinni, mjög lítið stressuð fyrir að spila fyrir fólk. Krossið putta fyrir hana að gangi vel í dag.

nú er

yngri heimasætan sest í samræmt próf í íslensku (7. bekkur), stærðfræðin á morgun og ég get ekki sagt að við höfum orðið vör við mikinn undirbúning fyrir þau (enda má það víst ekki). Reyndar held ég að það hafi verið lögð áhersla á þessar greinar undanfarið og gerir svosem ekki mikið til. Þau tóku eitt próf af hvoru tagi, til að sjá hvernig þetta færi nú fram. Henni gekk prýðilega í báðum.

Ég vona að þeir sem fara yfir stærðfræðina séu búnir að læra að námunda, þegar Fífa tók þetta fékk hún 8,5 sem var námundað niður í 8, í stað upp í 9 eins og á að gera…

skólinn

í fyrramálið hjá krökkunum, búið að róta upp skólatöskum og öðru skóladóti, kaupa megnið af því sem þurfti (hmm, unglingurinn seinn með að fá bókalista, vona að við missum ekki af öllum skiptibókunum – reyndar var ári eldri vinkona búin að lofa einhverjum bókum).

Þetta verður bara fínt. Víst!

styrkur

fékk styrk frá stéttarfélaginu mínu fyrir kostnaði við söngnámskeiðið sem ég fór á í janúar.

Haldið þið ekki að hann sé borgaður út Í ÁVÍSUN!?

skrítið…

röflið

unglingurinn röflaði yfir okkur hálft kvöldið um hvernig stæði á því að hún þyrfti að læra heilar 5 stórar þéttskrifaðar blaðsíður um aðalsetningar og aukasetningar. Fór svo út í skammir á Geislabækurnar og húðskammir á strákaskammirnar í bekknum sem ekki gera verkefnin sín þannig að tímarnir fara í að reka þá í það í stað kennslu.

Þegar pabbi hennar var búinn að fá nóg, og bað hana hætta þessu, sagðist hún sko vel mega röfla, þar sem hún geri það nær aldrei.

Og það er líka alveg rétt hjá henni.

Svo settumst við niður og leystum aðal- og aukasetningavandræðin.

um menntun

fann þetta klipp á anarchism.is, (góð síða, btw) það er snilld. Með betri fyrirlestrum um menntun sem ég hef séð.


bland í poka

teljari

  • 374.140 heimsóknir

dagatal

maí 2022
S M F V F F S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
293031  

sagan endalausa