Sarpur fyrir 26. mars, 2005

Veit að ég hljóma eins og biluð plata (fyrir þá se…

Veit að ég hljóma eins og biluð plata (fyrir þá sem vita hvað biluð plata er), en ég sakna kommentakerfisins míns. Bannsett þrjóska bara, að vera ekki búin að skipta yfir í halló’skan, en ég tími ekki að týna gömlu kommentunum og þar fyrir utan er enetation að mörgu leyti skemmtilegra kerfi. En ekki eins stabílt, það er víst óhætt að segja það!

las nýjustu Kathy Reichs bókina í einum rykk í dag…

las nýjustu Kathy Reichs bókina í einum rykk í dag, fékk lánaða hjá þessum bloggvini. Fannst hún reyndar betri en Bare Bones, næsta bók á undan.

Og ég sem ætlaði að vera að vinna í dag. Gat reyndar klárað að velja tökur fyrir eitt lag og byrjað á öðru, er að vinna í klippingum á verkunum sem við tókum upp í lok janúar. Verður víst að gerast svo diskurinn komi einhvern tímann út…

nú fer að nálgast sextíuþúsundasta heimsóknin á sí…

nú fer að nálgast sextíuþúsundasta heimsóknin á síðuna. Vonandi verður kommentakerfið uppi, þannig að sá sem fær töluna geti látið vita af sér

(Þorbjörn, skulda ég þér ekki annars vinning? Kíkjum á það næstu helgi)

dagurinn í dag jafnerfiður og í gær. Sko, gærdagu…

dagurinn í dag jafnerfiður og í gær. Sko, gærdagurinn; tvær veislur, fermingarveisla des Todes og svo þessi scwakalega matarveisla heima í Garðabænum. Svo í dag: matarboð hjá tengdó, jafnflott og það alltaf er, matur og svo 3 mismunandi tegundir af desert. Síðan áttræðispartí (ókei, tvíburafertugsafmæli) endalaus matur og annað eins að drekka. Látið mig vinsamlegast vita af innsláttarvillunum hér, ef þið finnið…

Spjölluðum við Eirík Nönnubróður og Guðrúnu, gaman að því.


bland í poka

teljari

  • 373.923 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa