Freyja og Finnur vöknuðu snemma til að steikja kanadískar pönnukökur fyrir okkur, afskaplega þægileg byrjun á degi. Sosum ágætur fundur niðri í skóla í morgun, keypti köku handa liðinu á fyrri fundinum. Þorbjörn bróðir ásamt mömmu og pabba komu hér í kaffi, Freyja bakaði vöfflur og Fífa franska súkkulaðiköku meðan ég skaust í Nóatún eftir ís og meira Nutella á vöfflurnar (kláraðist nánast á pönnukökurnar um morguninn).
Spjölluðum góða stund við gestina, fékk æðislega húfu og kraga frá mömmu og pabba.
Meiri matur, steiktum tébeinsteikur handa okkur Jóni en innralærisbita fyrir krakkana. Ekki séns að við gætum klárað bitana, nema Freyja sem fékk þann minnsta. Við þurfum að læra pínu betur á svona nautasteikur, t-beinsteikurnar voru fínar en hinar pínu seigar. Heimagerða bearnaisesósan og kartöflurnar voru óaðfinnanleg, samt. Ljómandi rauðvín með og nú liggur maður bara á meltunni. Ekki að vita nema við drögum upp spil á eftir að gömlum góðum íslenskum sið.
Takk fyrir kveðjurnar, nokkrar hér og við síðustu talningu um 150 á flettismetti.
Nýlegar athugasemdir