Sarpur fyrir 2. mars, 2009

nú fer ég

að hafa áhyggjur af Alzheimers Light

Var sveimérþá búin að steingleyma einni pöntun. Mundi eftir tveimur en sú þriðja algerlega dottin úr mér. Semsagt með þrjú verk í gangi.

Held ég…

Tónleikar

fór á alveg hreint magnaða tónleika í gær, Kammerkór Norðurlands er klárlega einn af bestu kórum landsins, þrátt fyrir að æfa ekki reglulega, enda söngfólkið héðan og hvaðan af Norðurlandi og ekki alltaf auðvelt að keyra á milli á æfingar. Sérstaklega var ég gríðarhrifin af veika söngnum sem þau réðu vel við, ekki svo margir kórsöngvarar geta sungið svona fárveikt án þess að missa kraftinn. Til hamingju með tónleikana!

Sungu slatta af lögum, þar á meðal frumfluttu þau 3 lög, eitt af mínum, eitt eftir Ríkarð Örn Pálsson og svo þetta hér, eftir Báru Grímsdóttur. Kvæðið er Heimsósómi, gamalt kvæði, óþekktur höfundur, textinn ótrúlega samrýmanlegur ‘ástandinu í þjóðfélaginu’.

Kannski nenni ég að slá inn erindin þegar ég kem heim, þau eru snilld.

Freyja

hér kemur hún síðan um daginn.

Finnur

var voða flottur á tónleikunum á laugardaginn, Freyja reyndar líka en myndatakan klikkaði ansi illilega (kann ekki almennilega á vélina ennþá) þannig að sú upptaka ratar ekki á netið. Næst, bara. Eða hmm, það er reyndar ágætis upptaka af La Cinquantaine síðan um daginn, best að henda henni inn.

Gaman að þessu vídjódóti.


bland í poka

teljari

  • 375.560 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa