Sarpur fyrir 7. september, 2004

fyrsti kennsludagur búinn og meira til. náði ekki…

fyrsti kennsludagur búinn og meira til. náði ekki neinu af skólasetningunni, liðið var á útleið þegar ég kom. fékk samt tímana fyrir finn og freyju, finnur fer í fyrsta víólutímann sinn á fimmtudag, ekkert smá spennandi. dauðsé eftir því að vera ekki með hann sjálf, en pabbinn má. quality time með drengnum.

svo hljómsveitaræfing í kvöld, þrælast í gegn um beethoven fjórðu, ég er ekkert smá að farast úr þreytu. einn bjór fyrir svefninn, snilldin ein.

kötturinn minn étur saltstangir.

ekki er nú reynslan eins hjá mér í dag og hallveig…

ekki er nú reynslan eins hjá mér í dag og hallveigu í gær, frekar allt of margir krakkar í tímana heldur en allt of fáir. til dæmis komin með 14 skráð börn í tímann klukkan 3 en hef bara 12 borð í stofunni. mættu 11 og einn er í útlöndum, vona að hinir verði ekki í þessum tímum. mjög erfitt að kenna tónfræðina (aðallega þó tónheyrnina) svona stórum hópum. 10 er í lagi en allt upp fyrir það erfitt ef á að gera þetta almennilega. hóparnir í suzuki frá 5 upp í svona 8, ídeal.

skólasetning þar á eftir, ætli maður reyni ekki að ná í skottið á henni.

búin á foreldrafundum, tókst að láta kjósa mig bek…

búin á foreldrafundum, tókst að láta kjósa mig bekkjarfulltrúa fyrir fífu bekk, ekki það að ég hafi nógan tíma en ég hef það svo sem aldrei 🙂 hef aldrei verið bekkjarfulltrúi fyrir bekkinn hennar áður þannig að trúlega var kominn tími á mig. minnir endilega að ég hafi nokkur skipti að hausti sagt – ég skal vera næsta ár, hef ekki tíma núna.

ekkert smá sem rignir, maður!

svo er kennslan að byrja á eftir, arrgh. ekki það að ég búist við mörgum börnum í tímana, maður er alltaf 2-3 vikur að trekkja í gang. hallveig byrjaði í gær og hjá henni mættu 2, 2, 3 og 2, ef ég man rétt. kemur í ljós.


bland í poka

teljari

  • 373.923 heimsóknir

dagatal

september 2004
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930  

sagan endalausa