Sarpur fyrir 4. september, 2004

i bjorgunarbat

jæja, viðeyjarferð lokið og við í höfn. það var nú alveg slatti af fólki þrátt fyrir rigninguna, og eiginlega var varla hægt að kvarta yfir veðrinu, þrátt fyrir stöku skúrir var sjórinn að heita spegilsléttur og alls ekki kalt. klikkuðum reyndar á vettlingum, það hefði verið hægt að notast við svoleiðis græjur, en okkur var annars ekkert kalt. leit út eins og asni, í skærappelsínugulum túristaponsjó utanyfir björgunarvestið, hoho.

skipstjórinn á ársælsbátnum var kúl, skipstjóri í landhelgisgæslunni að aðalstarfi, hef ekki hitt svoleiðis gaur fyrr.

í viðey voru biðraðir í grillaðar pylsur með öllu nema hráum, ein vinkonan sem er vön að vera matvönd prófaði í fyrsta skiptið sinnep, steiktan og remúlaði og féll náttúrlega fyrir því, ekki furða. varð smá afgangur af pylsum, gosi og sósum, ég hélt á stórum blautum kassa, hálfum af pylsum og sósubrúsum til baka í bátinn, það var erfitt! kassinn við það að leysast upp. gott að losna við hann.

ekki sá ég önnu í ferðinni, þarf ekki að vera að marka, þarna var hellingur af fólki.

og mikið skelfilega var gott að komast heim í heitt bað með rauðvínsglas á barminum. rassblautur og handkaldur


í björgunarbát
Originally uploaded by hildigunnur.

úff, það er hellirigning, gæti fækkað eitthvað í v…

úff, það er hellirigning, gæti fækkað eitthvað í viðeyjartúrnum miðað við þá sem höfðu skráð sig

við fífa, rakel og petra förum samt galvaskar. bara regnhlífar og stígvél (ho ho, glætan að ég komi dóttur minni í stígvél!)

Nyskopunarkeppni

hér eru petra, fífa og rakel að byrja að búa til plakötin. vinnusmiðjan er haldin uppi í foldaskóla. ekkert smá spennandi fyrir þær. svo verður sýning á plakötum og prótótýpum í smáralind, gæti þýtt að maður neyddist til að fara þangað 😉

á eftir er svo grill í viðey fyrir allan hópinn, þangað mætir maður. skemmtilegt!


Nýsköpunarkeppni
Originally uploaded by hildigunnur.

bland í poka

teljari

  • 380.722 heimsóknir

dagatal

september 2004
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930  

sagan endalausa