Sarpur fyrir 20. september, 2004

gaman á kóræfingu í kvöld (ekki það að það sé ekki…

gaman á kóræfingu í kvöld (ekki það að það sé ekki alltaf gaman!) vorum að byrja á sinfó verkinu, lásum það í gegn. ekkert svakalega erfitt, engar erfiðar nótur, stundum þarf að halda háum tónum lengi og sterkt, verður svosem ekkert mál en má ekki æfa mjög lengi.

altsólóið fer upp á g“ þarf þokkalega altsöngkonu til að ná því. kannski verður það bara sópran sem syngur það sóló…

finnur þarf að fá gleraugu, ræfillinn litli, ekki …

finnur þarf að fá gleraugu, ræfillinn litli, ekki nóg með að vera eyrnabarn, þá er hann líka augnabarn. mínus 3,5 á öðru, það auga er latt, gæti lagast eitthvað, mínus 1,75 á hinu. búin að panta og borga gleraugu, ugh, tuttuguogáttaþúsundogeitthundrað. ekki smá kostnaður þar. september nógu þungur fyrir, þarf að borga hljóðfæranám, kór, dans, hljóðfæraleigu, bilaða tölvu og nú gleraugu. ugggh. svo er bara að vona að hann týni þeim ekki!


bland í poka

teljari

  • 373.922 heimsóknir

dagatal

september 2004
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930  

sagan endalausa