pjödupannan

búin að vera í fullri notkun hér í dag – þakka fyrir þrjóskuna í mér að leita að svona pönnu úti í San Marino hér fyrir tæpum tveimur árum. Bökuðum fyrst flatkökur og svo núna voru feðgarnir að enda við að steikja tortillur. Finnur segist vera kominn á level 2 að steikja.

Svo er pannan notuð til að steikja beikon og brúna kjöt sem á að fara í ofninn, alveg veit ég hvað ég mun nefna sem bestu kaupin ef ég verð einhvern tímann spurð um bestu og verstu kaup þarna í Fréttablaðsdálkinum.

Þorbjörn og Helga, eruð þið dugleg að nota ykkar?

5 Responses to “pjödupannan”


 1. 1 Fríða 2009-02-21 kl. 19:38

  Sko… þú getur ekki skrifað svona um einhverja pönnu án þess að lýsa henni í smáatriðum svo við hinum vitum hvað það er nákvæmlega sem okkur vantar. 🙂

 2. 2 baun 2009-02-21 kl. 19:54

  hef ekki grænan grun um hvað pjödupanna er..

 3. 3 vinur 2009-02-21 kl. 22:13

  Ég þekki svona pönnu frá tengdó. Hún þolir hitann vel (pannan altso), og svo mætti drepa mann með henni. Alvöru gripur. Flatkökur með heimagerðri kæfu—namminamm. Kærust kveðja í bæinn. Gulla Hestnes

 4. 4 ella 2009-02-22 kl. 08:41

  Nauðsynleg að hafa við hendina ef álpast nærri manni ódrepinn maður sem þarf á þeirri þjónustu að halda.

 5. 5 hildigunnur 2009-02-22 kl. 10:14

  ég á reyndar eina sem er enn betri í það, talsvert þyngri 😛


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.788 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: