ég er oftast nokk ánægð með vinnutímann minn þrátt fyrir að ég kenni tvo daga í viku ansi lengi fram eftir degi og svo kór- og hljómsveitaræfingar líka, þá hefur það stundum sína galla.
Til dæmis í dag þegar ég hefði svo gjarnan viljað koma upp í Þórshamar og fylgjast með Finni vinna sér inn fyrir næsta lit á belti í karate. En nei, kennsla.
Eftir rúma viku spilar svo Freyja sólósellópartinn í Jólakonserti Corellis og ég sé tæpast fram á að komast að hlusta á það heldur. Nema ef ég gef unglingunum mínum frjálsa mætingu í síðasta tímann fyrir jól, það hefur stundum virkað…
Ohh, sounds like a good idea, keeping in the Christmas spirit!
😀