jólajóla

búin að öllu. Feis!

tja eða svona nánast öllu sem ég ætla að gera.

Mun ekki þvo veggi né loft. Þó væntanlega myndi vera þörf á því, sérstaklega inni í skrifstofu, rykugir veggir bak við tölvuna.

Mun heldur ekki „taka skápana“ Gleymið því. Þreif samt gaseldavélina áðan, gallinn við gasið eru þessar djúpu hellur eða hvað maður kallar þær undir járngrindunum.

Hér eru enn bunkar á skrifborðinu mínu, ég er reyndar búin að átta mig á því að ég mun væntanlega aldrei losna við einn af þeim, alltaf dót í vinnslu í hlaða. Verður að hafa það.

En pakkar eru tilbúnir og jólakort send sveimérþá, búin að syngja á nokkrum jólatónleikum og hlusta á margfalt fleiri, þó ég hefði viljað fara meira. Ein eða tvær jólamessur munu væntanlega detta inn líka svona úr því maður er nú kominn í kór sem tengist kirkju.

Búin að hengja upp ljósagardínurnar og familían meira að segja búin að setja upp og skreyta jólatréð. Bóndinn langt kominn með að þvo gólfin.

Jamm sé fram á rólegasta aðfangadag í manna minnum. Sem er ekki slæmt.


hluti pakkaflóðsins.

10 Responses to “jólajóla”


 1. 1 Elín Gunnlaugsdóttir 2010-12-23 kl. 22:56

  Gleðileg jól Hildigunnur mín, til handa þér og fjölskylu þinni.

 2. 2 Hallveig 2010-12-23 kl. 23:21

  við erum líka næstum búin, eigum eftir að pakka inn gjöfinni til ykkar Jóns og útbúa pakkana fyrir m&p og ó&k.

  er meira að segja búin að strauja!

  en jólatréð er aldrei skreytt fyrr en á aðfanga.. það er ströng regla hér hjá okkur! 🙂

 3. 3 Þorbjörn 2010-12-23 kl. 23:25

  Gleðilegan aðfangadag kæra systir.

 4. 4 hildigunnur 2010-12-24 kl. 00:03

  Sömuleiðis, Elín og Þorbjörn 🙂

  Hallveig jamm – hefðin var sko Þorláksmessa heima hjá Jóni Lárusi og aðfangadagur heima hjá okkur, þannig að það er eiginlega opið hérna…

  Ég á reyndar eftir að strauja jólamyndina hans Jóns og kannski skreyta oggulítið meira.

 5. 5 Toggi 2010-12-24 kl. 00:03

  Gleðileg jól þið ágæta fólk sem ég þekki eiginlega bara stafrænt, og svo í gegnum aldeilis prýðilega tónlist. Sennilega er ekki hægt að þekkja fólk mikið betur en þetta.

 6. 6 hildigunnur 2010-12-24 kl. 00:15

  Gleðileg jól Toggi og svo sannarlega sömuleiðis!

 7. 7 vinur 2010-12-24 kl. 00:42

  Gleðileg jól í bæinn þinn og til foreldra þinnar og Áslaugar. Kv.Guðlaug Hestnes

 8. 8 ella 2010-12-24 kl. 10:16

  Miðað við ljósmyndina stefnir í rauð jól hjá ykkur.

 9. 9 sylvia hikins 2010-12-24 kl. 13:54

  Hi Hildigunnur,
  Wintery Wirral looks just like Iceland-crisp snow, big frost, frozen ponds and shivering birds waiting for bread, just like the birds in front of Reykjavik City Hall! I hope you and all of the sons and dottirs in your house have a wonderful Christmas- and when we meet again next summer, let’s hope that the Kreppa has vanished with the snow!!!
  Happy Christmas, Sylvia

 10. 10 hildigunnur 2010-12-24 kl. 23:56

  Ella greinilega já 😀

  Sylvia, great – real Christmasy! We’re doing excellently so far this holiday and yes, looking forward to seeing you next summer! Happy Christmas to you too 🙂


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.922 heimsóknir

dagatal

desember 2010
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: