jólakortin, tónleikar og smá röfl

frá – eða nánast. Tvö ár í röð sendum við engin og það þynnti svolítið út í haugnum sem er bara reyndar ágætt. Gott að skerpa á áherslunum og senda svo bara frekar kort á netinu á breiðari hóp. Keypti samt aaaðeins of fá kort í ár en væntanlega fullmörg frímerki reyndar.

Styttist líka í jólatónleikaflóðinu, fór á tónleika í fyrrakvöld, söng eina í gærkvöldi, fór á eina til í kvöld og stefni á að fara á styrktartónleika í Neskirkju á miðvikudagskvöldið – kyrrðartónleikarnir hjá Hallveigu og Steina eru orðnir alveg ómissandi hluti aðventunnar.

Stráksi söng áðan í upptöku á jólamessu biskups til sýningar á aðfangadagskvöld. Hann var ekkert sérlega glaður með það reyndar, drengjakórinn söng í messu í gær líka og það verður að viðurkennast að það er ekki það alskemmtilegasta sem hann gerir. Ég er pínu hrædd um að hann sé mögulega að gefast upp á kórnum og það er eingöngu út af öllum þessum messum sem þeir þurfa að syngja. Drengjakórinn sér um eina í mánuði og það fer umtalsverður tími á æfingum í að undirbúa þær (allavega samkvæmt honum).

Ef kirkjan ætlar að laða til sín fólk er ekki besta leiðin að láta litla krakka syngja við messur með prédikun af fullri lengd og altarisgöngu. Reyndar græt ég ekki aðferðirnar per se en mér finnst synd að drengir fælist frá kórstarfinu út af þessu.

0 Responses to “jólakortin, tónleikar og smá röfl”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.268 heimsóknir

dagatal

desember 2010
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: