rauð ljós

nei, ekki hverfi hinna rauðu ljósa – ég verð því miður að segja að ég varð ekki sérlega hissa á því að keyrt hefði verið á mann sem gekk víst yfir annaðhvort Miklu- eða Kringlumýrarbraut á rauðu ljósi. Klárt að bílstjórar eiga að reyna að vara sig og vera vakandi og ef viðkomandi bílstjóri stakk af er náttúrlega engin afsökun fyrir því.

Það er bara orðið hroðalegt að sjá hvað bæði gangandi og akandi vegfarendur bera litla virðingu fyrir rauða litnum. Hér í miðbænum sjáum við iðulega fólk sem anar út á götuna á móti hárauðu, hefur ekki einu sinni fyrir því að líta til hliðar til að athuga hvort mögulega gæti bíll verið að keyra yfir gatnamótin á grænu ljósi. Hef oftsinnis þurft að klossbremsa. Hinir akandi eru litlu skárri, bara síðustu viku sá ég að minnsta kosti fjórum sinnum bíla fara yfir gatnamót á MIÐJU rauðu ljósi, ekkert að skafa gult neitt, nei mörgum sekúndum inn í ljósið. Ég þurfti að bremsa og sveigja frá einum sem beygði bara í veg fyrir mig á gatnamótum Gömlu Hringbrautar og Bústaðavegar/Snorrabrautar (hann var á rauðu beygjuljósi og bara fór samt).

Eiginlega bara mesta furða að ekki skuli vera meira um slys!

Auglýsingar

8 Responses to “rauð ljós”


 1. 1 parisardaman 2010-12-3 kl. 06:20

  Noh, bara komin Parísarstemning í íslensku umferðina. Ég hef alltaf undrast að þetta einfalda táknkerfi sem er eingöngu gert til að koma í veg fyrir slys, engin bönn, bara öllum til verndar, skuli vera jafn dissað af svo mörgum. Ég játa alveg á mig að fara stundum yfir á rauðu þegar ég er á gangi, en þegar bílar gera það er ég krossbit.

 2. 2 hildigunnur 2010-12-3 kl. 08:54

  Já segi sama – en ekki án þess að athuga hvort mögulega geti verið bíll á leiðinni yfir samt!

 3. 3 parisardaman 2010-12-3 kl. 14:33

  Nei, auðvitað virði ég forgangsrétt bílanna ef það er grænt fyrir þá.

 4. 4 hildigunnur 2010-12-3 kl. 14:36

  einmitt – en það gera sko ekki allir!

 5. 5 Hljóðmynd 2010-12-4 kl. 01:34

  Svo eru það mörg ljós með spanspólum (liklega ca 70%) sem skynja ekki hjólreiðamenn. Einstaka ljós skynja ekki einu sinni mótorhjól. Þetta er því vítaverður hönnunargalli.
  Ég sem hjólreiðamaður hef þurft að fara yfir á rauðu ef enginn bíll er sýnilegur til að virkja ljósin. Þetta gerist helst á næturna þegar fáir bílar eru á ferð. Ég hef því ekkert val en að fara bara yfir á rauðu.
  Svona slys eins og á KRIMI gatnamótunum geta alltaf átt sér stað. Gangandi og akandi eru hugsanlega annars hugar eitt augnablik og þegar bílar eru með í spilinu má alltaf búast við slysum.
  Ég er hlynntur því að einkabílar verði bannaðir í þettbýli 🙂

 6. 6 hildigunnur 2010-12-4 kl. 08:11

  hehe, dream on! En punkturinn er mjög valid, það mætti leysa hann með gönguljósatakka fyrir hjólafólkið.

  En ég tek ekki undir hjá þér að gangandi fólk sem anar yfir á rauðu ljósi á þessum gatnamótum af öllum sé „bara“ annars hugar eitt augnablik – ef einhvers staðar er ástæða til að vera vakandi í umferðinni er það þarna.

 7. 7 Hljóðmynd 2010-12-4 kl. 11:54

  Það þarf ekki að flækja málið með gönguljósatakka. Slikir takkar mundu þurfa að vera allt of nálægt vegbrúninni.
  Með því einu að minnka spanspólurnar sem staðsettar eru við stöðvunarlínur þá mundu þær skynja flest reiðhjól (hugsanlega ekki fiber hjól). Það er lika til myndavélatækni sem skynjar umferð og þá lika alla hjólreiðamenn.

  Það er rétt hjá þér. Það er ekki auðvelt að vera sofandi þegar maður kemur að KRIMI. Flest slys verða vegna þess að vegfarendur bregðast ekki rétt á tilteknum tíma. Annaðhvort vegna þess að það er að gera eitthvað annað eða ræður ekki við aðstæður. Fæst umferðarslys verða vegna bilunar í búnaði.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 366,943 heimsóknir

dagatal

desember 2010
S M F V F F S
« Nóv   Jan »
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: