nýja serían

Breyttum til í gær og ákváðum þegar við skreyttum tréð að appelsínugula serían sem við höfum notað síðastliðin ár skyldi fá pásu og settum eina af okkar fjölmörgu marglitu gluggaseríum á tréð. Ekki í frásögur færandi svosem. Nema hvað að ég hafði í fyrra keypt 120 ljósa seríu til að nota í annan gluggann framan á húsinu sem ljósagardínu.

Skellti henni í gluggann, tveimur eldri með 50 ljósum hvorri hinum megin. Sams konar umbúðir, sams konar perur. Ekki sams konar útkoma:

Já, semsagt 120 perurnar, nýja serían, er hægra megin, 100 perur í tvennu lagi til vinstri.

Væntanlega er þetta eitthvað straummál, að hver pera lýsir ekki jafnskært þegar straumurinn þarf að ná meira en tvöfalt lengra á einni línu.

Allavega er ég búin að setja áminningu í dagatalið mitt fyrir næstu Þorláksmessu: Muna að setja löngu seríuna á tréð! og endurtakist árlega.

7 Responses to “nýja serían”


 1. 1 ella 2010-12-27 kl. 21:12

  Stuð er greinilega ekkert alltaf það sama og stuð.

 2. 2 vinur 2010-12-27 kl. 21:57

  Þetta nýja dót er bara ekki eins gott held ég og það gamla. Trúi tæplega að stuðinu sé um að kenna! Kveðja í bæinn. Guðlaug Hestnes

 3. 3 hildigunnur 2010-12-28 kl. 10:26

  Gulla tja, „gömlu“ seríurnar eru nú ekki nema svona 1-2 árum eldri en sú nýjasta þannig að ég hallast frekar að straumnum. Kveðja til baka.

 4. 4 Kristín Björg 2010-12-29 kl. 09:21

  Voða vandað til verka hjá mínum manni varðandi þessar fjölmörgu séríur heimilisins. Það skiptir víst höfuðmáli að að pera úr segjum 30 kerta seríu fari í 30 kerta seríu. Þannig að hjá mínum er þetta allt merkt vel og vandlega. Annars fóru þessar nýju „ódýru“ seríur fyrst að endast þegar við hættum að kveikja og slökkva í tíma og ótíma…

 5. 5 hildigunnur 2010-12-29 kl. 09:33

  Ég hef reyndar voða litla trú á því að sami framleiðandi sé að gera margar týpur af þessum litlu perum, sína tegund fyrir hverja lengd á seríu, við skiptum út einni peru á þessari 120 fyrir eina gamla sem við áttum og sáum engan mun. (serían lýsir hvorki bjartar né dimmar, né þessi staka pera). Ég held ennþá að málið sé straumurinn sem þarf að dreifast á fleiri perur. (rafmagnsverkfræðingurinn hér á bæ er sammála skoh 😉 )

  En við slökkvum svo sem ekkert á seríunum, hvorki í gluggunum né á trénu, yfir öll jólin, sérstaklega eftir að við sáum Mythbusters þáttinn um að það er nánast algerlega ómögulegt að kveikja í jólatrénu með seríum 😀

 6. 6 HarpaJ 2010-12-29 kl. 15:13

  Rafnmagnsverkfræðingurinn hefur rétt fyrir sér 🙂

  Takk fyrir kertin – það er sko munur að vera loksins með almennileg kerti sem ekki leka út um allt (svona kerti fást ekki hérna í sveitinni)

 7. 7 hildigunnur 2010-12-29 kl. 15:20

  Harpa, mín var ánægjan. Hlakka til að smakka fiskinn 😉


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.341 heimsóknir

dagatal

desember 2010
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: