Sarpur fyrir 12. nóvember, 2008

tek undir hvert orð

hérna.

Verst að þegar Pétur Tyrfings kom með samskonar færslu fyrir nokkru, fylltist athugasemdakerfið hans af Samfylkingarfólki sem gerði ekki neitt nema rífa niður VG.

Komum okkur saman, fólk! Það er ekki tími til að stofna nýja flokka. Og hættið að halda að Geir og Björgvin séu að standa sig vel. Það eru þeir nefnilega ekki…

Nornadansinn

herra Finnur var að taka fyrri hluta útskriftar úr 2. Suzukivíólubókinni áðan. Gekk bara ágætlega hjá honum, hikstaði örlítið en spilaði hreint og vel, bara.

Sko stráksa:

Jefferson

var ekki svo vitlaus:

I believe that banking institutions are more dangerous to our liberties than standing armies. If the American people ever allow private banks to control the issue of their currency, first by inflation, then by deflation, the banks and corporations that will grow up around the banks will deprive the people of all property until their children wake-up homeless on the continent their fathers conquered.

(Thomas Jefferson 1802)

arrg

já, þetta er prívat og persónulegt arrg, ekkert með kreppu að gera.

er orðin svo pirruð á Finale, aðalforritinu mínu, á nýjustu útgáfuna en get ekki stofnað ný skjöl í því, þarf alltaf að vinna frá template sem er hundpirrandi. Svo það sem er verra, forritið helst ekki opið þegar farið er milli notenda á tölvunni, slekkur alltaf á sér. Autosave virkar ekki nægilega vel heldur.

Sýnist stefna í að ég þurfi að læra á Sibelius. Tja, ókei, þarf eiginlega að læra á það hvort sem er, en tími ekki að kaupa það…


bland í poka

teljari

  • 371.659 heimsóknir

dagatal

nóvember 2008
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30  

sagan endalausa