Sarpur fyrir 2. nóvember, 2008

þingflokksformaður

sjálfstæðismanna segir í kvöldfréttum óráð að kjósa fyrr en 2011, neinei, nú þurfum við trausta stjórnmálaforystu. Ekki að hún nái því að fólk treystir ekki Sjálfstæðisflokknum til að vera þessi trausta forysta. Ekki að ástæðulausu, hverjir voru það sem komu okkur í þessar ógöngur? Ég bara spyr. Eigum við að treysta þessu pakki áfram?

Nú veit ég að ég er með nokkra lesendur. Kannski er ég fyrir löngu búin að fæla frá mér alla ólíka mér í skoðunum. En segið mér, hvað mörg ykkar hugsuðuð, hér fyrir tveimur mánuðum síðan: Æ, þessir vinstrimenn með voðafallegu en óraunsæju hugsjónirnar ykkar og svo neikvæðnina í garð velgengni okkar: Þið hafið nú ekkert vit á hagfræði!?

davíð

nei, ekki hann þaddna, Davíð Þór í Orð skulu standa í gær, benti á þetta fína orð sem er eins í öllum föllum:

Hér er gangur
umgangur
frágangur
tilgangur

kannski þekkja þetta allir nema ég, en mér fannst þetta fyndið…

reyndar

er búið að ákveða hér heima að baka matbrauð af einhverju tagi hverja helgi hér, svona í kreppunni. Flatkökurnar kostuðu um 30 krónur fyrir 5 stórar heilar flatkökur, ég man ekki hvað pakki með tveimur til tveimur og hálfri (ömmubakstur) kostar en það er tæpast minna en hundraðkall. Maltbrauð í síðustu viku, flatkökur núna, hver veit hvað við bökum næst? Seytt rúgbrauð kannski, reyndar standard hér á bæ. Allavega planið að hafa það nógu fjölbreytt, þannig að við gefumst ekki upp á því. Höfum heyrt nógu margar sögur af fólki sem kaupir sér brauðvél, bakar öll brauð í 2-3 mánuði og svo stendur vélin ónotuð við hliðina á fótanuddtækinu, litla ljósálfinum og hlutabréfastaflanum…

flatkökur

Ekki veit ég hvers vegna við höfum aldrei bakað flatkökur áður – jú reyndar einhver minning um óhemju mikinn reyk og brælu úr eldhúsi ömmu, hér fyrir svona 30 árum síðan.

Prófuðum í dag, píadínupannan er ídeal fyrir svoleiðis bakstur, þykkbotna, stór og flöt járnpanna, gerir ekkert til þó brenni aðeins á henni.

fifa sker

Hér sker Fífa köku, þetta var vonlaust beint á eldhúsborðinu en gekk fínt eftir að hún byrjaði að fletja út á bökunarpappír.

Hér ein í steikingu:

átthyrnd flatkaka

Alveg er ég viss um að þið hafið ekki séð átthyrndar flatkökur áður…

En gott var þetta.

dúkka?dúkka?, originally uploaded by hildigunnur.

nei, Fífa…


bland í poka

teljari

  • 371.659 heimsóknir

dagatal

nóvember 2008
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30  

sagan endalausa