Sarpur fyrir 18. nóvember, 2008

og jæja

nú má fröken Freyja fara að klára tónfræðikönnunina sína svo ég komist heim og geti farið að undirbúa mig fyrir tónleikana. Ekki ætla ég ómáluð og í gallabuxum og peysu…

tónleikar

já, haldið þið ekki að mín hafi gersamlega steingleymt því að það séu tónleikar á eftir. Það er að segja, ekki gleymt að ég sé að fara að syngja, og þurfi þar af leiðandi að skrópa á hljómsveitaræfingu, nei GLEYMDI AÐ PLÖGGA!

Hvað á nú svonalagað að þýða?

Allavega, ef einhvern langar á yndislega kórtónleika á eftir, hvar verða flutt landsþekkt lög og útsetningar Jóns Ásgeirssonar. hver þekkir ekki Sofðu unga ástin mín, Krummavísur, Maístjörnuna og fleiri? Einnig verða frumflutt nokkur laga Jóns.

Klukkan átta, hugsa þeir séu svona ríflega klukkutíma langir.

Hljómeyki og kvennakór Háskóla Íslands syngja.

aaaaalveg

að verða búin með tíu vikna önnina í Listaháskólanum. Síðasti tíminn í Tónheyrn 1 hefst eftir 10 mínútur. Hálfsúrt samt að þurfa að koma og kenna 1 tíma í næstu viku, þarf að bæta upp.

Hef reyndar aldrei lent í því áður að þurfa að bæta svona mikið upp, þessi tími er reyndar vegna jarðarfarar sem ég varð að vera viðstödd, en í Hafnarfirði frestaði ég tveimur tímum um daginn, út af útskriftinni hans Finns úr 2. víólubókinni og svo varð ég að sleppa einum degi í Suzuki þegar við vorum í Berlín (mental note to self – muna að klára ferðasöguna). Minnsta málið að bæta upp hér, Hafnarfjarðarkrakkana kalla ég væntanlega saman um einhverja helgi en Suzuki, hmm, ég nenni eiginlega ekki að hafa heilan aukakennsludag þann 22. desember…


bland í poka

teljari

  • 371.611 heimsóknir

dagatal

nóvember 2008
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30  

sagan endalausa