Sarpur fyrir 8. nóvember, 2008

Mér að kenna?

Þorbjörn bróðir tekur áskorun frá Varríusi, ég tek henni líka.

Já, mér að kenna. Samkvæmt ríkisbubbum. Hvað gerði ég sem setti um koll hagkerfið?

Ekki bílakaup. Erum á einum bíl, 13 ára gömlum.
Ekki flatskjár. Túbuvarp hér á bæ

Jú, ég pantaði heimabíókerfi í fertugsafmælisgjöf, bað fólk að gefa mér gjafabréf í Heimilistækjum. Heimabíó, það á ég.

Á nýlega öfluga tölvu. En það er nú vinnutækið mitt.

Við leyfum börnunum að ganga í tónlistarskóla.

og reyndar drekkum við frekar fín vín.

Öðru man ég ekki eftir í augnablikinu.

Hvað með þig?

Auglýsingar

2000

ég veit ekki hvað lögreglunni gengur til með að undirmeta fjöldann svona rosalega. Þó hafa þeir fjórfaldað frá því síðast, en ég er alveg handviss um að þarna voru ekki sálu færri en 4000!

ekki mættu

nú margir, en þeim mun góðmennara. Um 20 manns í allt, en spurning um að endurtaka með betri fyrirvara, fréttatilkynningum og ekki bara auglýsingum á flettismetti og bloggi. Það nefnilega skilar sér takmarkað.

Ættum að koma í fréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld.

Hins vegar var stappfullur Austurvöllur af fólki, aldrei verið svona margt, fékk viðvörun rétt eftir hálfan fund um að óeirðalögreglan væri mætt (GAS! GAS! GAS!), en við héldum nú út og sluppum alveg við táragasið. Fínar ræður, bæði Sigurborg frá Finnlandi og Einar Már var flottur líka. Held að Íslendingar séu eitthvað að vakna.

Fréttatilkynning

Við almennir borgarar á Íslandi viljum mótmæla harkalega því að bresku og hollensku ríkisstjórnirnar, ásamt fleiri fyrrverandi “vinaþjóðum” okkar í Evrópu stefni ljóst og leynt að því að binda okkur á klafa þrældóms til að borga fyrir ævintýramennsku og heimsku nokkurra okkar, ásamt lélegri hagstjórn landsins.

Hinn almenni borgari finnur ekki innistæður IceSave reikninganna undir koddanum sínum, né heldur á bankareikningunum sínum. Við höfum fulla samúð með fólki sem missti eigur sínar og sparnað vegna þess að nokkrir aðilar sem af tilviljun eru Íslendingar, fóru offari í útrás. Hér á landi er gríðarmargt fólk sem á einnig um sárt að binda vegna sömu aðila. Við almenningur tókum ekki á okkur þessar skuldir og höfðum ekkert um þær að segja.

Eitt sinn reyndi bresk stjórn að setja skatt á annað land, reyndar nýlendu sína. Á móti skattinum áttu ekki að koma nein réttindi né ábyrgð eða stjórn eigin mála. Taxation without representation. Við sjáum ekki betur en það sama gildi núna, Bretar ásamt fleirum, eru að reyna að skattleggja íslenskan almenning í margar kynslóðir fram í tímann, án þess að þar komi neitt á móti.

Almenningur í Boston mótmælti þessari meðferð kröftuglega á sínum tíma með hinu fræga Boston Tea Party, þar sem heilum farmi af tei var hent út fyrir borðstokk skipsins sem var að flytja það til borgarinnar. Við viljum minna á það með þessari táknrænu aðgerð.

Legg ég síðan til í lokin að stjórnmálasambandi við Breta verði rift án tafar, sjái stjórnin þar ekki að sér. Einnig að íslenska stjórnin segi af sér og boðað verði til kosninga, ekki síðar en vorið 2009.

nei

gerum þetta í dag, en það verður ekki eina skiptið. Prufukeyrsla núna, svo gefum við okkur 3 vikur til að kynna málið og endurtökum. Eru ekki allir með? Núna og næst…

komið að því

Jæja, kannski erum við að gera þetta í allt of miklum flýti, hefði þurft að kynna betur og í fjölmiðlum. Veit samt að sjónvarpið kemur á eftir, svo var verið að benda mér á að við miðbakkann komist maður víst ekki að sjó. Skýst á eftir og athuga þær aðstæður.

Vonlaus baráttuleiðtogi, ég.

En best að semja smá fréttatilkynningu á ensku, svo þetta komist mögulega til skila þangað sem það á að fara.


bland í poka

teljari

  • 370.772 heimsóknir

dagatal

nóvember 2008
S M F V F F S
« Okt   Des »
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30  

sagan endalausa

Auglýsingar