Sarpur fyrir 11. janúar, 2005

Ekkert smá gaman í Sinfóníuhljómsveit áhugamanna n…

Ekkert smá gaman í Sinfóníuhljómsveit áhugamanna núna, framsýn sinfónía eftir Haydn (maður finnur bæði Beethoven og Brahms í henni), svo Mendelssohn fiðlukonsertinn, alltaf skemmtilegur. Gaman að vinna með Óliver líka, var verið að munstra hann sem aðalstjórnanda SÁ, Ingvar Jónasson, stofnandi hljómsveitarinnar var að hætta vegna aldurs.

Segi nú ekki að það hafi ekki verið ennþá meira gaman að stjórna, samt 😉

Ætti að vera að semja en er búin að vera að slúbbe…

Ætti að vera að semja en er búin að vera að slúbbertast í morgun, hanga á netinu ossoleis 🙂 Stendur til bóta. Er annars að tölvusetja fyrstufiðlupartinn úr verki sem við erum að spila í Áhugamannabandinu, parturinn kannski ekki beinlínis illa skrifaður en maður er bara orðinn algerlega afvanur að lesa annað en tölvusett eða þá prentað, steinhættur að nenna að rýna í hvað aukalínurnar eru margar í handskrifuðu. Veit nú ekki hvort ég klára þetta í dag, en á næstu æfingu verður fyrsta fiðla voða glöð en hinar raddirnar ógurlega afbrýðisamar (nei, ég nenni ekki að skrifa fleiri parta. Hellings vinna!)

Hins vegar hefur þetta þýtt að ég hef ekki haft neinn tíma til að æfa þetta…


bland í poka

teljari

  • 373.923 heimsóknir

dagatal

janúar 2005
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  

sagan endalausa