Sarpur fyrir 12. maí, 2005

diskur 2 af Mahler níundu kominn ofan á geislann, …

diskur 2 af Mahler níundu kominn ofan á geislann, ég heyrði nefnilega kynningarlagið af Út og suður og glhætan að ég fari með það lag á heilanum í bólið!

Mahler var æææææðislegur. Var reyndar smástund að…

Mahler var æææææðislegur. Var reyndar smástund að detta inn í stemningu, en sérstaklega síðustu kaflarnir tveir voru magnaðir. Mátti heyra saumnál detta í langa veika strengjakaflanum í lokin. Sinfó stóð sig fínt, stöku staðir sem voru örlítið ósamferða, þó ekki víst að margir hafi tekið eftir því nema í eitt skiptið, fyrsta fiðla var skelfilega ósamferða í svona tvo takta, það var eiginlega svolítið vandræðalegt en þau voru samt mjög snögg að koma saman aftur. Sólistar stóðu sig yfirleitt mjög vel, má til að nefna flotta frammistöðu Helgu Þórarins í víólusólóunum og Ásgeirs fyrstatrompets, sérstaklega í 3. kafla. Mæddi mikið á hornadeildinni, stóðu sig eins og hetjur.

Standing ovation í lokin, það er mjög oft sem ég sit sem fastast þegar fólk stendur upp og klappar, mér finnst þurfa að vera eitthvað sérstakt við flutninginn til að maður fagni með því að spretta upp. Pirrandi að það skuli næstum því vera orðin skylda að standa upp í lokin. Hvað á maður þá að gera þegar maður vill láta hrifningu sína í ljós betur en venjulega? Ég veit ekki hvort þetta er bara hér eða hvort þessi tendens er víðar út um lönd. Hefur alltaf pirrað mig svolítið uppi í Skálholti, þar má ekki klappa fyrir flytjendum en neðst í prógramminu segir að fólk standi gjarnan upp í staðinn. Það var þó ekkert hik á mér við að spretta á fætur áðan.

mental note to self: Tala við nýjan listrænan stjórnanda Skálholtstónleika um að láta taka þetta úr prógramminu.

En aftur að Mahler níundu. Ég spilaði þessa sinfóníu með Zukofsky þegar ég var ennþá að læra á fiðlu. Ein af mögnuðustu tónlistarupplifunum mínum nokkru sinni. Það má segja ýmislegt um Zukofsky en ég er ekki viss um að aðrir námskeiðsstjórnendur myndu hafa haft svona metnaðarfullt prógramm fyrir ekki lengra komna tónlistarnemendur. Vorblótið, Eldfuglinn og Pulcinella svíta eftir Stravinskí, Mahler sinfóníur 1, 5, 6 og 9, Messiaen Turangalila, Bruckner 4. sinfónían og margt fleira.

Ég hef amk dýrkað Mahler síðan þá.

Búið að laga silfurörina, nú malar hún eins og köt…

Búið að laga silfurörina, nú malar hún eins og köttur. Mrrrrrrrr. Tók fimm mínútur og kostaði fimmtánhundruðkall. Vel sloppið.

tók til á listanum, fjórum aumingjum hent út. Mót…

tók til á listanum, fjórum aumingjum hent út. Mótmælið nú bara…

Fór alveg á síðustu stundu til að skila af mér ver…

Fór alveg á síðustu stundu til að skila af mér verkinu fyrir NMD. Of seint, reyndar, formaðurinn var búinn að koma niður í STEF til að sækja framlögð verk. Hringdi í hann og hann gaf mér 2 mínútur til að koma með verkin inn í Tónverkamiðstöð, ég brunti þangað, fékk að sjá nokkur gul ljós á leiðinni. En náði því. Eins gott að verkið verði tekið til flutnings…

stelpurnar lasnar hjá mér, Freyja búin að vera hei…

stelpurnar lasnar hjá mér, Freyja búin að vera heima í tvo daga, fór svo í skólann í morgun en var send heim um hádegið, engan veginn góð. Verður heima á morgun líka, það er ljóst. Svo er nú löng helgi, vonandi verður hún orðin góð á þriðjudaginn. Fífa er búin að vera heima í gær og í dag, sjáum til með morgundaginn. Skinnin mín 😦

Lost (eða Found eins og bóndinn heimtar að kalla þ…

Lost (eða Found eins og bóndinn heimtar að kalla það í hvert skiptið sem lógóið birtist á skjánum) eru spennandi þættir. Svo spennandi að við fórum ekki upp í eldhús til að ná í meiri bjór. Sem þýðir mjög spennandi. Hrædd um að það þurfi að taka upp þættina á föstudagskvöldið fyrir mig, og svo verða mánudagskvöldin undirlögð, eftir kóræfingar þeas, framvegis.

geekt leiðinlegur þessi japanski, úff!

Sagðykkurðað, sagði unglingurinn sem sat og horfði á þættina með okkur og átti erfitt með sig að kjafta ekki frá hvað gerðist í næstu þáttum.


bland í poka

teljari

  • 373.922 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa