Sarpur fyrir 5. maí, 2005

vá, þetta er magnað! Einu sinni sem oftar hafði h…

vá, þetta er magnað!

Einu sinni sem oftar hafði hellst eitthvað ofan í lyklaborðið mitt, (ekki ég í þetta skiptið). 4,5 og 6 takkarnir, + takkinn og upptakkinn virkuðu ekki, ásamt hægri hástafatakka. Pirrandi en hægt að vinna framhjá því – tja svona fram yfir mánaðamót. Nú nú, á mánudaginn var brenndi ég í IMC og keypti nýtt lyklaborð. Ekki í frásögur færandi, nema ég ákvað að nýta mér ráð sem ég las af Makkavefnum: Henda gamla lyklaborðinu í uppþvottavélina, setja smá uppþvottalög í hólfið (ekki uppþvottavélarefni nótabene). Hella úr borðinu eftir þvott, setja það síðan á ofn í 2-3 daga.

Voilá, svínvirkar. Nú á ég tvö lyklaborð 🙂

Sá litli var netgráðugur í morgun: Mamma: viltu …

Sá litli var netgráðugur í morgun: Mamma: viltu skrifa Allir leikirnir, í Google reitinn? Mávurinn prófaði, og það kom ekkert skemmtilegt út úr því reyndar, bara einhver síða með leikjaúrslitum. Hugmyndin var góð samt.

Námskeiðið gekk líka bara svona ljómandi vel. Við…

Námskeiðið gekk líka bara svona ljómandi vel. Við erum komin með tvær sögur sem við getum flutt á skólaslitunum ef við megum. Hugmyndaríkur og skemmtilegur sem ungdómurinn nútildags er.

ég nenni engan veginn að halda spunanámskeið á mor…

ég nenni engan veginn að halda spunanámskeið á morgun :-@ Einhvern veginn held ég að það sama gildi um samkennara minn. Right?

ég á besta ungling í heimi. Það er bara svo einfa…

ég á besta ungling í heimi. Það er bara svo einfalt.


bland í poka

teljari

  • 373.923 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa