Sarpur fyrir 13. maí, 2005

Þá stendur fyrir dyrum fyrsta Skálholtsferð sumars…

Þá stendur fyrir dyrum fyrsta Skálholtsferð sumarsins (er ekki annars örugglega komið sumar?) Sinfóníuhljómsveit áhugamanna rúllar uppeftir, æfir í allt kvöld og fyrramálið og svo tónleikar klukkan 16.00 á morgun. Verður skemmtilegt. Spilum trompetkonsert eftir Hummel með Jóhanni Stefáns, glæsilega spilað hjá honum, ég vona að við stöndum undir því, Exsultate Jubilate eftir Mozart með Hlín Pétursdóttur söngkonu, ekki síður glæsilegt hjá henni, það verk kunnum við hins vegar nokkuð vel (spiluðum það síðast á jólatónleikunum með frú Vælu). Einnig verða nokkur kórlög á prógramminu, Bach, Mozart, Fauré, Vivaldi, ég er ekki farin að heyra í kórunum, spennandi.

eftir tónleika á morgun þarf ég að rjúka beint í bæinn, var búin að boða matarklúbb heima hjá mér þegar ég uppgötvaði að þetta rækist svona á. Jón Lárus lofaði að elda en það er nú skemmtilegra að við séum bæði heima þegar fólkið kemur 🙂

farin að pakka. næsta færsla örugglega ekki fyrr en á sunnudag.


bland í poka

teljari

  • 373.922 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa