Sarpur fyrir 22. júní, 2007

heeheehee

sjá hér

endurnýjun

heilmikil endurnýjun í skírteinum fjölskyldunnar. Við Jón Lárus fengum okkur bæði ný ökuskírteini, vorum bara með þessi gömlu stóru (Jón meira að segja með skírteini sem var runnið út á pappírnum, ekki gott að þurfa að útskýra að: Víst sé þetta í gildi, fyrir ítölskum lögregluþjónum). Fór svo að skoða skírteinið mitt nýja og sá að ég er með réttindi til að keyra upp að 7,5 tonna trukk og ef ég hef tengivagn má sameinuð þyngd vera upp að 12 tonnum. Magnað. Má líka keyra rútu með upp að 16 farþegum en ekki taka gjald.

Svo fórum við í gærmorgun að endurnýja passann hennar Fífu, eins og ég hef sagt frá. Jújú, pöntuðum enga hraðmeðferð eða neitt, átti að taka 10 virka daga.

Getið þið nú hvað datt inn um bréfalúguna í dag? Engin verðlaun fyrir rétt svar.

óþolinmóð

er að verða óþolinmóð eftir að geta tekið til við að semja sálm fyrir Sálmafossinn á Menningarnótt. Bíð spennt eftir textanum (eða formi, að minnsta kosti)

meiri köttur


bland í poka

teljari

  • 375.556 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa