Sarpur fyrir 23. júní, 2007

mikið væri ég til í

að geta sett París Hilton á ignore; á ircinu er hægt að velja að maður sjái ekki færslur fólks sem pirrar mann. Til þess að fá ekki fréttir af þessu fyrirbæri þarna, þarf maður hins vegar að hætta að fletta blöðum og skoða mbl.is og álíka síður. Ekki viss um að ég færi alveg svo stóra fórn.

dagurinn

fór í útréttingar, innréttingar og afmæli.

Innréttingar, þurfum að redda smá í eldhúsinnréttinguna, settum loksins upp viftu yfir eldavélina (víst nauðsynlegt með gas) og vantar spýtu (ekki samt sög) til að hylja elementið.

Útréttingar, fundum hvar við fengjum nýja hurð fyrir neðri innganginn, lengi vantað. Restin af sumarblómunum í hús og í mold. Fundum hvar við gætum fengið nýja festingu á garðhliðið, höfum ekki getað lokað hliðinu almennilega í mörg ár.

Afmæli, heimsins besta litla frænka, hún Ragnheiður Dóra varð 7 ára í dag. Til hamingju með afmælið, skottan mín. Flott garðveisla á ættaróðalinu að Sunnuflöt 7. Bar ekki á mig sólarvörn, byrjað að klæja. Heimska ég…


bland í poka

teljari

  • 377.628 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa