hananú

þá er ég að spá í að fara að kíkja á þessa ísraelsku texta. Var ég búin að segja frá því að ísraelskur strákur sendi mér fullt af textum og vill hafa samvinnu um júróvisjónlag. Hehehe. En gæti orðið gaman.

(kannski þess virði að taka eftir að ég flokka þetta ekki sem tónsmíðar, heldur dægradvöl…)

12 Responses to “hananú”


 1. 1 Einar J 2007-06-25 kl. 23:52

  Eurovision er náttúrlega langt fyrir neðan virðingu alvöru tónskálda… eða hvað?

 2. 2 hildigunnur 2007-06-26 kl. 08:31

  tjah, ekkert endilega – lengur. Hins vegar veit maður ekkert hvað er pikkað út hjá dómnefnd, til dæmis lögin hér heima í ár voru svo hvert öðru lélegra að ég trúi tæpast að ekki hafi leynst eitthvað skárra í þessum hundruðum laga sem voru send inn!

 3. 3 Harpa J 2007-06-26 kl. 11:40

  Ef þig vantar íslenskan textan fyrir júrólag þá lætur þú bara vita…;)

 4. 4 hildigunnur 2007-06-26 kl. 11:46

  Harpa, ef af þessu verður gætum við þurft íslenskan texta til að flytja í forkeppni, já. Má maður koma með erlenda? held ekki.

 5. 5 tonskald 2007-06-26 kl. 15:37

  Harpa. Mig vantar reyndar texta fyrir júrólag (og reyndar miklu fleira en bara svoleiðis texta)…..

 6. 6 Hafdís 2007-06-27 kl. 09:43

  Vá! Júrólag! Ég vildi óska þess að ég gæti samið júrólag 😀 ! Það er sko meira en að segja það að semja bara lítið gott lag, miklu auðveldara að semja eitthvað hræðilega flókið 😉 . Alla vega fyrir mig…

 7. 7 hildigunnur 2007-06-27 kl. 13:14

  jámm, erfiðast að vinna með knöppu formin (og gera eitthvað af viti)

 8. 8 tonskald 2007-06-27 kl. 16:44

  ég elska júróvisjón. Væri til í að eyða miklum tíma og orku í að gera einn góðan slagara. Bara svona til að hafa gert það einhvern tímann 🙂

 9. 9 Harpa J 2007-06-28 kl. 15:44

  Þeir sem vilja panta texta geta haft samband á blogginu mínu. Bara að smella á nafnið og setja inn athugasemd. Ég er mun skárri en flestir þeirra sem hafa hnoð að lifibrauði 😉

 10. 10 Þórdís 2007-06-28 kl. 23:23

  Ég er nú aðallega forvitin um Ísraelsmanninn. Hvað heitir hann?

 11. 11 hildigunnur 2007-06-28 kl. 23:30

  tja, humm, sko…

  ef ég myndi það nú! Kallar sig icelandboy á msn.

  fer og leitar…

 12. 12 hildigunnur 2007-06-28 kl. 23:37

  Omer Oron, heitir gaurinn.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 374.200 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: