kedjuverkun

sem er megaflott íslenskun (ekki góð þýðing þó) á uppátækinu Critical Mass verður haldin á föstudaginn.

Allir sem vettlingi, hjóli, hjóla/línuskautum eða hjólabrettum geta valdið mæta í Glæsibæ fyrir klukkan 12 á hádegi á föstudaginn. Fréttatilkynning hér:

Keðjuverkun eða Critical Mass er viðburður sem vanalega er haldinn seinasta föstudag í hverjum mánuði í borgum og bæjum víðsvegar um heiminn þar sem reiðhjólafólk, og jafnvel hjólabretta-, hjólaskauta- og línuskautafólk fjölmenna göturnar.

Hver hefur sínar ástæður fyrir því að vera með en algengt er að fólk vilji vekja athygli á hjólum sem samgöngumáta í stað bíla og fá fleiri til að hjóla. Eða einfaldlega hjóla saman og skemmta sér í góðra vina hópi.

Fyrsta „keðjuverkunin“ á Íslandi verður haldin föstudaginn 29. júní kl. 12. Hjólað verður frá Glæsibæ að Ráðhúsinu um Laugaveg. Áætlunin er að halda atburðinn mánaðarlega.

8 Responses to “kedjuverkun”


 1. 1 Syngibjörg 2007-06-28 kl. 10:54

  Frábært framtak. Bíladýrkun okkar jaðrar við trúarbrögð að mínu mati og því þarft að vekja athygli á að sumir kjósa að hjóla eða brettast eða ……..

 2. 2 Kalli 2007-06-28 kl. 13:34

  Þetta er af því að það er kolvitlaus áróður í gangi. Bílar eiga að vera leikföng. Við eigum að nota almenningssamgöngur eða vöðvaafl til daglegra ferða.

  Rugl að sitja í umferðarteppu að drepast úr mannvonsku þegar maður gæti verið að lesa bók í strætó eða bæta heilsuna með því að hjóla. Og fara í leiðinni betur með umhverfið og spara sér pening.

  Á sunnudaginn laumast maður svo á sportaranum upp í Hvalfjörð og brennir gúmmi og kolvetnum :>

 3. 3 Finnbogi 2007-06-28 kl. 16:01

  Já, þetta er snjöll íslenskun.
  Keðjuverkun hefst nefnilega þegar krítískum massa er náð.

 4. 4 Freyr 2007-06-28 kl. 16:57

  Kem og cruisa með ykkur á bílnum mínum

 5. 5 hildigunnur 2007-06-28 kl. 17:41

  Finnbogi, já akkúrat, plús svo auðvitað hjól- keðjur- allt 😀 Mæta?

  ze, eeeendilega…

 6. 6 Elías 2007-07-6 kl. 18:28

  Sammála Kalla. Einnig vantar hengiflug fyrir krakkana til að spila „Chicken“ á sportbílunum sínum. Ég legg til að eitt slíkt verði búið til við höfnina.

 7. 7 hildigunnur 2007-07-6 kl. 19:41

  já, með hengifluginu beint út yfir höfnina 😉


 1. 1 Keðjuverkun « Strč prst skrz krk Bakvísun við 2007-06-29 kl. 14:09

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.797 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: